Björgvin má ekki mæta Svartfellingum en skráir sig ekki sem áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 11:57 Björgvin Páll Gústavsson er allt annað en sáttur með mótshaldara í Búdapest. Getty Nú er orðið ljóst að Björgvin Páll Gústavsson þarf að vera áfram í einangrun og má ekki mæta Svartfjallalandi á eftir í leiknum mikilvæga á EM í Búdapest. Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira