Innlent

Líkfundur við Sólfarið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Líkið fannst við Sólfarið, norðan Sæbrautar.
Líkið fannst við Sólfarið, norðan Sæbrautar. Vísir/Vilhelm

Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og er rannsókn málsins sögð vera á frumstigi. Lögreglan hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Landhelgisgæslan greindi frá því fyrr í dag að stjórnstöð hafi borist ábending um að bátur væri hugsanlega strandaður við Engey. Í fyrstu var talið hugsanlegt að einn væri um borð en þegar björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom á staðinn var báturinn mannlaus. 

Mannlaus bátur fannst strandaður við Engey í dag. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að skipverjanum.Vísir/Vilhelm

Landhelgisgæslan boðaði í kjölfarið til leitaraðgerða með þyrlu Gæslunnar og öllum tiltækum sjóbjörgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan 13:50 tilkynnti Landhelgisgæslan að skipverjinn sem leitað var að væri fundinn og leit lokið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var að störfum við sjóinn við leit að skipverja skips sem fannst við Engey.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×