Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 18:50 Flæðirit almannavarna. Almannavarnir Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti. Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira