Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 22:10 Tillaga Björns Levís Gunnarssonar um að fjarlægja merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu hefur fengið mikinn hljómgrunn í kvöld. Vísir/EPA Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum. Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tíst Björns Levís í kvöld þar sem hann vakti athygli á þingsályktunartillögunni hefur vakið gríðarlega athygli. Líklega vegna þess að Íslendingar eru margir hverjir ansi pirraðir út í Dani sem köstuðu frá sér öruggum sigri gegn Frökkum í EM á handbolta í kvöld, sem varð til þess að Ísland komst ekki áfram í undanúrslit mótsins. #emruv pic.twitter.com/i7mO5JFC3f— Bjorn Levi (@_bjornlevi_) January 26, 2022 Reikna má því með að tillagan njóti töluverðs hljómgrunns á meðal þjóðarinnar, í kvöld í það minnsta, á meðan mestur pirringurinn situr enn í landsmönnum. Ekki er um grín að ræða en í samtali við Vísi staðfestir Björn Leví að hann hafi þegar sent tillöguna inn á skrifstofu Alþingis og reiknar hann með að henni verði dreift á þingi á morgun. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað kórónu og merkis Kristjáns IX verði þess í stað sett viðeigandi merki íslenskrar þjóðar og þings. Þvert á það sem sumir gætu haldið er tillagan ekki lögð fram í pirringskasti yfir því að Dönum hafi láðst að gera Íslendingum greiða á EM, eða þeirri staðreynd að tveir Danir skipta með sér 1,3 milljörðum eftir Víkingalottó-útdrátt kvöldsins. Björn Leví skilaði tillögunni nefnilega inn í dag, löngu áður en þessir blautu sokkar skullu í andlitum Íslendinga. „Þetta er búið að sitja hjá mér í dálítinn tíma en það var einhvern vegin tilfinningin að þetta væri viðeigandi tími,“ segir Björn Leví í samtali við Vísi. „Maður fann ónotatilfinningu í dag og þá mundi ég eftir þessu og dreif mig í að skella þessu til skrifstofunnar,“ segir hann ennfremur. Sjálfur segist Björn Leví ekki hafa horft á leikinn. „Ég var búinn að lofa því að horfa ekki á leikinn því að alltaf þegar ég horfi þá tapa þeir.“ Ekki sá eini. „Þetta er meira hjá mér til þess að gera grín að hjátrúnni en það er ágætt að halda henni fyrir aðra stundum.“ Kóronan og merkin sem sést hér fyrir miðju Alþingishússins er það sem Björn Leví vill losna við.Vísir/Vilhelm Hann segir að honum finnist óþægilegt að hafa merki Kristjáns IX á þaki Alþingishússins. „Þetta hefur mallað í dágóðan tíma. Man nú ekki alveg tilefnið af hverju ég skáldaði þetta upp til að byrja með. Þetta er búið að vera óþægilegt í langan tíma,“ segir Björn Leví. „Merki Kristjáns IX hefði að sjálfsögðu átt að vera löngu búið að fjarlægja. Tillagan útskýrir sig að öðru leyti sjálf þar sem Alþingi Íslendinga starfar ekki í umboði danskrar krúnu,“ segir í rökstuðningi ályktunarinnar. Aðspurður um hvernig hann sjái fyrir sér að þingsályktunartillögunni muni reiða af segir Björn Leví að mögulega sé stuðnings að vænta úr óvæntri átt. „Án þess að nefna hver þá var ráðherra sem sagðist vilja vera meðflutningsmaður. Ég segi ekki hver,“ segir hann hlæjandi að lokum.
Alþingi Píratar Kóngafólk Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira