Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 09:00 Jacob Holm skoraði 9 mörk fyrir Danmörku í gærkvöld en virtist ekki alveg með á nótunum í lok fyrri hálfleiks. Getty/Sanjin Strukic Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Danmörk var 17-12 yfir í hálfleik en reyndi ekki að skora úr síðustu sókn sinni fyrir hléið. Jacob Holm stóð bara með boltann á meðan að sekúndurnar liðu, og allt í einu gall flautan í höllinni. Á endanum tapaði Danmörk svo leiknum með einu marki, 30-29, sem jafnframt hafði í för með sér að Ísland komst ekki í undanúrslitin heldur spilar við Noreg um 5. sæti. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum og Frakkar mæta Svíum. Að sögn Holm var um misskilning að ræða sem réði því að danska liðið reyndi ekki að skora á þeim heilu 20 sekúndum sem Danir höfðu í lok fyrri hálfleiks. „Það var búið að kalla hvaða kerfi ætti að taka og ég beið eftir því að það færi í gang. Það gerðist ekki og þannig rann þetta svolítið út í sandinn. Við vissum ekki hvert við ættum að hlaupa,“ sagði Holm. „Þetta má ekki gerast í lok leikja en við vorum fimm mörkum yfir og ég held að það hafi spilað inn í að við gátum brosað svolítið yfir því í staðinn,“ sagði Holm. „Hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang“ Hægri hornamaðurinn Lasse Svan vissi hins vegar alveg hvað klukkan sló en náði ekki að vekja félaga sína úr rotinu: „Við töpuðum tímaskyninu, held ég. Ég sá að það voru tíu sekúndur eftir og hélt að við værum að fara að setja eitthvað í gang. Ég gleymdi að kalla eitthvað því ég var viss um að það væri einhver með stjórn á þessu. Þegar það voru bara fimm sekúndur eftir fattaði ég að þannig væri það kannski ekki,“ sagði Svan. Danir héldu þó forystunni í leiknum langt fram í seinni hálfleik en Frakkar komust fyrst yfir þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Fyrir leik var þó ljóst að Danmörk kæmist í undanúrslit þrátt fyrir tap.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira