Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 11:30 Rasmus Boysen þekkir nokkra af leikmönnum danska liðsins og er ekki í nokkrum vafa um að þeir hafi reynt sitt besta til að vinna Frakkland í gærkvöld. EPA-EFE/Tibor Illyes Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. Danmörk var með fimm marka forskot þegar skammt var til leiksloka en með mögnuðum endaspretti náðu Frakkar að knýja fram sigur og tryggja sér far með Dönum í undanúrslitin. Eftir sátu Íslendingar með sárt ennið. Fjöldi Íslendinga fékk útrás fyrir reiði sína á Twitter og sumir létu hana bitna á Boysen, sem ekki hafði sér til saka unnið nokkuð annað en það að vinna magnað starf í þágu íþróttarinnar með umfjöllun um handbolta. Fann til með Íslendingum en fékk skít og skammir „Finn svo til með íslenskum vinum mínum í kvöld. Íþróttir eru stundum grimmar… En þetta íslenska lið mun spila í undanúrslitum í framtíðinni!“ skrifaði Boysen en fékk lítið annað en skít og skammir frá öðrum Twitter-notendum, sem margir vildu meina að Danir hefðu hreinlega viljandi tapað leiknum. Sum ummælanna hafa nú verið fjarlægð. Boysen skrifaði svo langa færslu í gærkvöld þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum með mörg þeirra ummæla sem hann hefði lesið eftir tap Dana. 1/6 Reading some of the comments after the Danish defeat makes me disappointed. Handball is a gentleman sport.We fight for 60 minutes, mostly without violence or flopping. With respect! At championships fans show respect for each other and have a good time together. https://t.co/0WGcXQqo9H— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2022 „Handbolti er herramannaíþrótt. Við berjumst í 60 mínútur, að mestu án ofbeldis eða leikaraskaps. Með virðingu! Á stórmótum sýna stuðningsmenn liðanna hverjir öðrum virðingu og njóta tímans saman,“ skrifaði Boysen. Í gærkvöld hafi hins vegar eitthvað allt annað verið í gangi. 3/6 After defeats it s okay to be disappointed or angry. But some of the comments are disgusting and do not belong in handball!I m absolutely sure that the Danish players (I know several of them personally) did EVERYTHING to win. To insinuate everything else is disrespectful.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2022 Algjörlega viss um að dönsku leikmennirnir gerðu allt til að vinna „Eftir tap er í lagi að vera vonsvikinn og reiður. En sum af ummælunum eru viðbjóðsleg og eiga ekki heima í handbolta! Ég er algjörlega viss um að dönsku leikmennirnir (ég þekki suma af þeim persónulega) gerðu ALLT til að vinna. Það er algjör vanvirðing að halda öðru fram,“ skrifaði Boysen og benti fólki á að allt getur gerst í handbolta. Það sé líka eðlilegt að þjálfari Dana hafi viljað veita Mikkel Hansen og Mathias Gidsel nauðsynlega hvíld í gær fyrst tækifæri gafst: „Nikolaj Jacobsen ætti bara að hugsa um eitt – að vinna Evrópumótið. Ef hann heldur að líkurnar á því aukist með því að hvíla stjörnuleikmenn gegn Frakklandi þá á hann auðvitað að gera það. Það er vinnan hans! Það er sorglegt fyrir Ísland en þið þurfið að sætta ykkur við það.“ EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eiga skilið miða í undanúrslitin Sama hvað gerist í kvöld þá verður þetta samt alltaf mótið þar sem Ísland stimplaði sig aftur inn sem ein besta handboltaþjóð heims. 26. janúar 2022 17:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Danmörk var með fimm marka forskot þegar skammt var til leiksloka en með mögnuðum endaspretti náðu Frakkar að knýja fram sigur og tryggja sér far með Dönum í undanúrslitin. Eftir sátu Íslendingar með sárt ennið. Fjöldi Íslendinga fékk útrás fyrir reiði sína á Twitter og sumir létu hana bitna á Boysen, sem ekki hafði sér til saka unnið nokkuð annað en það að vinna magnað starf í þágu íþróttarinnar með umfjöllun um handbolta. Fann til með Íslendingum en fékk skít og skammir „Finn svo til með íslenskum vinum mínum í kvöld. Íþróttir eru stundum grimmar… En þetta íslenska lið mun spila í undanúrslitum í framtíðinni!“ skrifaði Boysen en fékk lítið annað en skít og skammir frá öðrum Twitter-notendum, sem margir vildu meina að Danir hefðu hreinlega viljandi tapað leiknum. Sum ummælanna hafa nú verið fjarlægð. Boysen skrifaði svo langa færslu í gærkvöld þar sem hann lýsti yfir vonbrigðum með mörg þeirra ummæla sem hann hefði lesið eftir tap Dana. 1/6 Reading some of the comments after the Danish defeat makes me disappointed. Handball is a gentleman sport.We fight for 60 minutes, mostly without violence or flopping. With respect! At championships fans show respect for each other and have a good time together. https://t.co/0WGcXQqo9H— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2022 „Handbolti er herramannaíþrótt. Við berjumst í 60 mínútur, að mestu án ofbeldis eða leikaraskaps. Með virðingu! Á stórmótum sýna stuðningsmenn liðanna hverjir öðrum virðingu og njóta tímans saman,“ skrifaði Boysen. Í gærkvöld hafi hins vegar eitthvað allt annað verið í gangi. 3/6 After defeats it s okay to be disappointed or angry. But some of the comments are disgusting and do not belong in handball!I m absolutely sure that the Danish players (I know several of them personally) did EVERYTHING to win. To insinuate everything else is disrespectful.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2022 Algjörlega viss um að dönsku leikmennirnir gerðu allt til að vinna „Eftir tap er í lagi að vera vonsvikinn og reiður. En sum af ummælunum eru viðbjóðsleg og eiga ekki heima í handbolta! Ég er algjörlega viss um að dönsku leikmennirnir (ég þekki suma af þeim persónulega) gerðu ALLT til að vinna. Það er algjör vanvirðing að halda öðru fram,“ skrifaði Boysen og benti fólki á að allt getur gerst í handbolta. Það sé líka eðlilegt að þjálfari Dana hafi viljað veita Mikkel Hansen og Mathias Gidsel nauðsynlega hvíld í gær fyrst tækifæri gafst: „Nikolaj Jacobsen ætti bara að hugsa um eitt – að vinna Evrópumótið. Ef hann heldur að líkurnar á því aukist með því að hvíla stjörnuleikmenn gegn Frakklandi þá á hann auðvitað að gera það. Það er vinnan hans! Það er sorglegt fyrir Ísland en þið þurfið að sætta ykkur við það.“
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eiga skilið miða í undanúrslitin Sama hvað gerist í kvöld þá verður þetta samt alltaf mótið þar sem Ísland stimplaði sig aftur inn sem ein besta handboltaþjóð heims. 26. janúar 2022 17:30 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00
Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58
Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45
Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eiga skilið miða í undanúrslitin Sama hvað gerist í kvöld þá verður þetta samt alltaf mótið þar sem Ísland stimplaði sig aftur inn sem ein besta handboltaþjóð heims. 26. janúar 2022 17:30