Forseti FIFA segir að HM á tveggja ára fresti komi í veg fyrir að afrískir farendur drukkni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 15:30 Gianni Infantino hefur verið forseti FIFA frá 2016. getty/Harold Cunningham Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að tengja dapurleg örlög afrískra farenda við fyrirætlanir FIFA um að fjölga heimsmeistaramótum karla. Infantino vill ólmur halda HM á tveggja ára fresti, í stað fjögurra eins og alltaf hefur verið gert. Hann segir að þetta hjálpi ekki bara fótboltanum heldur geti haft áhrif á líf fólks í Afríku. „Við þurfum að gefa þeim tækifæri og reisn. Ekki með góðgerðarstarfsemi heldur að leyfa öllum heiminum að taka þátt. Við þurfum að gefa fólki í Afríku von svo það þurfi ekki að fara yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi en enda líklega á því að drukkna,“ sagði Infantino. Talið er að rúmlega 23 þúsund manns sé saknað eftir að hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið. Eftir að ummælin fóru á flug og voru harðlega gagnrýnd leitaði Infantino í smiðju Georgs Bjarnfreðarsonar og sagði að um misskilning hefði verið að ræða og ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi. Meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Infantinos var Andrew Stroehlein, fjölmiðlafulltrúi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. „Samstarfsfélagar mínir ræða við flóttafólk víðs vegar að nánast á hverjum einasta degi. Þau minnast aldrei á heimsmeistaramót á tveggja ára fresti,“ sagði Stroehlein. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Knattspyrnusamband Suður-Ameríku (Comnebol) eru alfarið á móti því að fjölga heimsmeistaramótum. Knattspyrnusamband Afríku (Caf) er hins hlynnt þeim hugmyndum. FIFA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Infantino vill ólmur halda HM á tveggja ára fresti, í stað fjögurra eins og alltaf hefur verið gert. Hann segir að þetta hjálpi ekki bara fótboltanum heldur geti haft áhrif á líf fólks í Afríku. „Við þurfum að gefa þeim tækifæri og reisn. Ekki með góðgerðarstarfsemi heldur að leyfa öllum heiminum að taka þátt. Við þurfum að gefa fólki í Afríku von svo það þurfi ekki að fara yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi en enda líklega á því að drukkna,“ sagði Infantino. Talið er að rúmlega 23 þúsund manns sé saknað eftir að hafa reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið. Eftir að ummælin fóru á flug og voru harðlega gagnrýnd leitaði Infantino í smiðju Georgs Bjarnfreðarsonar og sagði að um misskilning hefði verið að ræða og ummæli hans hafi verið tekin úr samhengi. Meðal þeirra sem gagnrýndu ummæli Infantinos var Andrew Stroehlein, fjölmiðlafulltrúi mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. „Samstarfsfélagar mínir ræða við flóttafólk víðs vegar að nánast á hverjum einasta degi. Þau minnast aldrei á heimsmeistaramót á tveggja ára fresti,“ sagði Stroehlein. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Knattspyrnusamband Suður-Ameríku (Comnebol) eru alfarið á móti því að fjölga heimsmeistaramótum. Knattspyrnusamband Afríku (Caf) er hins hlynnt þeim hugmyndum.
FIFA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira