Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 14:11 Það sem gerir starfsemi spítalans erfitt fyrir núna er hversu margir starfsmenn eru í einangrun með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. Um mánuður er síðan að Landspítalinn var færður á neyðarstig vegna mikils álags og hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í svörum frá spítalanum kemur fram að enn sé staðan þannig að ekki sé hægt að aflétta neyðarstiginu. Það verði í fyrsta lagi hægt í næstu viku. Ástæðan er fjöldi starfsmanna sem er í einangrun. Þeir eru nú tvö hundruð og nítján. Þar að auki hverfa sautján starfsmenn Klíníkinnar, sem starfað hafa á spítalanum undanfarið, á morgun aftur til fyrri starfa. Þá hefur líka fjöldi starfsmanna spítalans verið í sóttkví undanfarnar vikur. Um helmingur þeirra hefur þó mætt til vinnu. Þetta á við um þá starfsmenn sem hafa verið einkennalausir. Þá má búast við að með breyttum reglum um sóttkví og væntanlegum afléttingum samkomutakmarkana muni þeim fjölga sem greinast með veiruna sem getur haft áhrif á starfsemi spítalans. Í svörum frá spítalanum kemur fram að staðan sé metin daglega og enn um sinn sé ekki tímabært að færa spítalann af neyðarstigi. Í dag liggja þrjátíu og þrír sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru tuttugu og þrír í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru þrír sjúklingar en þar af tveir í öndunarvél Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27. janúar 2022 10:24 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Um mánuður er síðan að Landspítalinn var færður á neyðarstig vegna mikils álags og hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar. Í svörum frá spítalanum kemur fram að enn sé staðan þannig að ekki sé hægt að aflétta neyðarstiginu. Það verði í fyrsta lagi hægt í næstu viku. Ástæðan er fjöldi starfsmanna sem er í einangrun. Þeir eru nú tvö hundruð og nítján. Þar að auki hverfa sautján starfsmenn Klíníkinnar, sem starfað hafa á spítalanum undanfarið, á morgun aftur til fyrri starfa. Þá hefur líka fjöldi starfsmanna spítalans verið í sóttkví undanfarnar vikur. Um helmingur þeirra hefur þó mætt til vinnu. Þetta á við um þá starfsmenn sem hafa verið einkennalausir. Þá má búast við að með breyttum reglum um sóttkví og væntanlegum afléttingum samkomutakmarkana muni þeim fjölga sem greinast með veiruna sem getur haft áhrif á starfsemi spítalans. Í svörum frá spítalanum kemur fram að staðan sé metin daglega og enn um sinn sé ekki tímabært að færa spítalann af neyðarstigi. Í dag liggja þrjátíu og þrír sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum. Þar af eru tuttugu og þrír í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru þrír sjúklingar en þar af tveir í öndunarvél
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27. janúar 2022 10:24 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43
Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. 27. janúar 2022 10:24