„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2022 08:52 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði í fréttir í haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Hún sækist nú eftir formannssætinu innan Eflingar. Efling Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. Hún leiðir A-lista sem uppstillingarnefnd Eflingar lagði fram um miðjan janúar og samþykktur var af stjórn félagsins og trúnaðarráði. Þá hyggst Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í félaginu, setja saman lista og bjóða sig fram til formanns. Ólöf Helga var nýbúin að heyra af framboðstilkynningu Sólveigar Önnu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. „Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart en maður fangar bara því að félagsmenn hafi val, þetta verður bara spennandi.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu meðal starfsmanna Eflingar og vantraustsyfirlýsingu sem leiddi til þess að Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri, sögðu af sér. Sólveig Anna sagði af sér formennsku fyrir Eflingu í lok október eftir að hafa gefið starfsliði félagsins afarkosti.vísir/vilhelm Leggja áherslu á að starfsfólki Eflingar líði vel Vísir greindi frá því um miðjan janúar að uggur væri í starfsfólki á skrifstofu Eflingar um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetrarins. Aðspurð um þetta segist Ólöf Helga ekki vilja tjá sig mikið um líðan annarra starfsmanna. „Ég held að það sé best að þau fái að gera það en við höfum lagt meiri áherslu á að finna leiðir til að láta starfsfólkinu líða betur og hafa betri vinnustað.“ Ólöf Helga tók við sem varaformaður í stað Agniezska Ewa Ziólkowsk þegar hún fór í formannsstólinn eftir brotthvarf Sólveigar Önnu. Ólöf Helga segir að á næstu dögum sé von á niðurstöðu vinnustaðaúttektar sem hafi byrjað fljótlega eftir að Sólveig Anna og Viðar yfirgáfu félagið. Ólöf segir að þörf hafi verið á nýrri úttekt eftir þessar miklu vendingar. „Þetta voru aðstæður sem komu svolítið flatt upp á fólk, það bjóst enginn við þessu þannig að það var þörf á þessu á þessum tíma. Þetta snýst ekkert um fyrrverandi formann eða framkvæmdastjóra heldur bara líðan starfsfólks og það vinnuumhverfi sem Efling býður upp á.“ A-listinn leggi mikið upp úr því að gott vinnuumhverfi ríki þar innanhúss. „Að sjálfsögðu. Við erum náttúrulega verkalýðsfélag og viljum að vinnuumhverfi og starfsaðstæður fyrir félagsmenn séu í lagi, og að sjálfsögðu gerum við sömu kröfur til okkar sjálfra sem vinnuveitendur,“ segir Ólöf Helga. Ætla nú að setja aukinn kraft í kynningarstarf Ólöf Helga segir að A-listinn muni leggja mikla áherslu á húsnæðismál í kosningabaráttu sinni og tala bæði fyrir aukinni uppbyggingu á fasteigna- og leigumarkaði. „Við viljum fá leiguþak svo það sé ekki endalaust hægt að hækka leiguna óháð því hvernig laun eru í landinu. Við viljum fá sektir fyrir launaþjófnað, við viljum lækka skattbyrði, sérstaklega lágtekjufólks meðal annars.“ Þá verði sjónum meðal annars beint að lífeyrismálum en nú sé unnið að því að gefa út kynningarefni fyrir framboðslistann. „Við höfum bara verið í rólegheitum að vinna það núna undanfarið en fyrst það eru komin önnur framboð þá þurfum við að fara að drífa þetta út,“ segir Ólöf Helga. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02 Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. 16. janúar 2022 18:22 Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag. 14. janúar 2022 12:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hún leiðir A-lista sem uppstillingarnefnd Eflingar lagði fram um miðjan janúar og samþykktur var af stjórn félagsins og trúnaðarráði. Þá hyggst Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í félaginu, setja saman lista og bjóða sig fram til formanns. Ólöf Helga var nýbúin að heyra af framboðstilkynningu Sólveigar Önnu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. „Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart en maður fangar bara því að félagsmenn hafi val, þetta verður bara spennandi.“ Mikið hefur verið fjallað um ólgu meðal starfsmanna Eflingar og vantraustsyfirlýsingu sem leiddi til þess að Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri, sögðu af sér. Sólveig Anna sagði af sér formennsku fyrir Eflingu í lok október eftir að hafa gefið starfsliði félagsins afarkosti.vísir/vilhelm Leggja áherslu á að starfsfólki Eflingar líði vel Vísir greindi frá því um miðjan janúar að uggur væri í starfsfólki á skrifstofu Eflingar um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetrarins. Aðspurð um þetta segist Ólöf Helga ekki vilja tjá sig mikið um líðan annarra starfsmanna. „Ég held að það sé best að þau fái að gera það en við höfum lagt meiri áherslu á að finna leiðir til að láta starfsfólkinu líða betur og hafa betri vinnustað.“ Ólöf Helga tók við sem varaformaður í stað Agniezska Ewa Ziólkowsk þegar hún fór í formannsstólinn eftir brotthvarf Sólveigar Önnu. Ólöf Helga segir að á næstu dögum sé von á niðurstöðu vinnustaðaúttektar sem hafi byrjað fljótlega eftir að Sólveig Anna og Viðar yfirgáfu félagið. Ólöf segir að þörf hafi verið á nýrri úttekt eftir þessar miklu vendingar. „Þetta voru aðstæður sem komu svolítið flatt upp á fólk, það bjóst enginn við þessu þannig að það var þörf á þessu á þessum tíma. Þetta snýst ekkert um fyrrverandi formann eða framkvæmdastjóra heldur bara líðan starfsfólks og það vinnuumhverfi sem Efling býður upp á.“ A-listinn leggi mikið upp úr því að gott vinnuumhverfi ríki þar innanhúss. „Að sjálfsögðu. Við erum náttúrulega verkalýðsfélag og viljum að vinnuumhverfi og starfsaðstæður fyrir félagsmenn séu í lagi, og að sjálfsögðu gerum við sömu kröfur til okkar sjálfra sem vinnuveitendur,“ segir Ólöf Helga. Ætla nú að setja aukinn kraft í kynningarstarf Ólöf Helga segir að A-listinn muni leggja mikla áherslu á húsnæðismál í kosningabaráttu sinni og tala bæði fyrir aukinni uppbyggingu á fasteigna- og leigumarkaði. „Við viljum fá leiguþak svo það sé ekki endalaust hægt að hækka leiguna óháð því hvernig laun eru í landinu. Við viljum fá sektir fyrir launaþjófnað, við viljum lækka skattbyrði, sérstaklega lágtekjufólks meðal annars.“ Þá verði sjónum meðal annars beint að lífeyrismálum en nú sé unnið að því að gefa út kynningarefni fyrir framboðslistann. „Við höfum bara verið í rólegheitum að vinna það núna undanfarið en fyrst það eru komin önnur framboð þá þurfum við að fara að drífa þetta út,“ segir Ólöf Helga.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02 Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. 16. janúar 2022 18:22 Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag. 14. janúar 2022 12:04 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02
Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. 16. janúar 2022 18:22
Listi með Ólöfu og Agniezsku í fararbroddi samþykktur af trúnaðarráði Trúnaðarráð Eflingar samþykkti í gærkvöld A-lista stjórnar Eflingar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur í formannssætinu. Agniezska Ewa Ziólkowska, starfandi formaður, verður varaformaður. Guðmundur Jónatan Baldursson vinnur nú að því að setja saman lista og ætlar í formannsslag. 14. janúar 2022 12:04