Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2022 16:01 Bólusetningar barna fara fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu. „Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum. „Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“ Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna. „Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Börn á aldrinum 5 til 11 ára voru boðuð í fyrri bólusetningu gegn veirunni fyrr í janúar. Þátttakan þótti ágæt en 46% þeirra barna sem voru boðuð mættu. „Hún var bara nokkuð góð. Það var alveg upp í 60% í efsta aldurshópnum og svo fór þetta aðeins dalandi niður eftir því sem börnin voru yngri en bara nokkuð góð og miðað við svona ástandið á sýkingum hvað eru margir í sóttkví og margir í einangrun þá er hún bara nokkuð góð og svo er svo sem viðbúið, það hafa mjög margir fengið sýkingu síðan, þannig það er viðbúið að það verði kannski aðeins minni þátttaka núna í númer tvö,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins þrjár vikur munu líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnunum. „Það er yfirleitt farið eftir ástandinu á veirusýkingu hverju sinni hvað er látinn líða langur tími á milli og þegar það er svona mikil sýking í gangi þá er talið æskilegra að það sé styttra á milli.“ Ragnheiður Ósk segir lítið hafa verið um að börn hafi fengið aukaverkanir eftir fyrri bólusetninguna. Þá telur hún ekki að neikvæð umræða um bólusetningu barna komi til með að hafa mikil áhrif á mætinguna í bólusetninguna. „Ég efast um það. Annað hvort fólk bara tekur þessa ákvörðun, foreldrar taka þessa ákvörðun, og svo sem örugglega hlusta á allskonar rök bæði með eða á móti og gera svo bara upp hug sinn. Þannig að við treystum bara foreldrum til þess. Það verður hver og einn að taka ákvörðun fyrir sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39 Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17 Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Sjá meira
Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. 25. janúar 2022 10:39
Miklar breytingar á sóttkví Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. 25. janúar 2022 12:17
Bólusetningar barna 5 til 11 ára hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára hefjast í dag. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram í Laugardalshöll, á milli klukkan 12 og 18. Börn mæta með fylgdarmanni, sem er með barninu allan tímann og bíður með því eftir bólusetningu. 10. janúar 2022 06:29