Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2022 13:30 Gísli Þorgeir er sonur Þorgerðar og Kristjáns og leikur með íslenska landsliðinu í handbolta. Í gærkvöldi fór í loftið nýr þáttur á Stöð 2 og Stöð 2 sport sem ber heitið Þeir tveir og er í umsjón Gumma Ben og Hjálmars Arnar Jóhannssonar. Um er að ræða skemmtiþátt þar sem fjallað verður um íþróttir og rætt um þær á skemmtilegum nótum. Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér. EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Í gær mættu þau Dagur Sigurðsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og ræddu um EM í handbolta en Ísland leikur sinn síðasta leik í keppninni í dag þegar það keppir um 5. sætið við Norðmenn klukkan 14:30. Þorgerður Katrín mættu á fjóra fyrstu leiki íslenska liðsins í Búdapest enda er sonur hennar Gísli Þorgeir Kristjánsson í liðinu. Gísli fékk Covid eftir lokaleikinn í riðlinum gegn Ungverjum og hefur verið í einangrun síðan þá. Eins og alþjóð veit er eiginmaður Þorgerðar margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, Kristján Arason. Í gær var hún spurð hvort væri erfiðara að horfa á son sinn í landsleik eða eiginmanninn. „Það er öðruvísi að horfa á barnið sitt heldur en manninn. Maður er minna áhyggjulaus að horfa á manninn,“ segir Þorgerður Katrín og heldur áfram. „Gísli er búinn að vera meiðast og þegar það er verið að taka í hann þá verður maður stressuð. Hann meiddi sig aldrei í yngri flokkunum og hann hefur aldrei meiðst fyrr en út í Eyjum, og ég ætla ekki að fara út í það. Mér finnst hann sýna mjög mikinn karakter að koma alltaf aftur og aftur eftir meiðsli.“ „Hann er búinn að sýna stórkostlegan karakter. Það er ekkert verra í heiminum en að koma út í atvinnumennsku í fyrsta sinn og meiðast strax. Þér finnst þú vera bregðast öllum sem voru að kaupa þig og þetta er ein erfiðasta staða sem þú getur farið í sem ungur leikmaður. Þetta er ótrúlega erfið staða og að vinna sig út úr því er hörkumál,“ segir Dagur Sigurðsson í þættinum í gær en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum af Þeim tveimur. Klippa: Miklu erfiðara að horfa á soninn en eiginmanninn Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
Þeir tveir er sýndur á fimmtudagskvöldum á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þáttinn má einnig finna á Stöð 2+. Upplýsingar um áskriftarleiðir Stöðvar 2 má finna hér.
EM karla í handbolta 2022 Þeir tveir Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira