Ófremdarástand í fangelsunum landsins og fangaverðir óttast um líf sitt og limi Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2022 12:40 Tilefni áskorunar Félags fangavarða á Íslandi er alvarleg árás fanga á fangaverði. vísir/vilhelm Fangavarðafélag Íslands hefur sent áskorun til þeirra sem annast málaflokkinn þar sem á er bent að ástandið sé með þeim hætti að ekki verði við búið. Undirmönnun sem leiðir til kulnunar og veikindi hefur verið viðvarandi. Áskorunin hefur verið send á Jón Gunnarssonar innanríkisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Páll E Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar Íslands og Þórarinn Eyfjörð sem er formaður Sameykis. Vísir ræddi við Garðar Svansson sem starfar sem fangavörður á Kvíabryggju en hann er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. Hann hefur verið fangavörður nú í tíu ár og hann segir að á þeim tíma hafi staðan versnað til muna. Ástæðan er meðal annars svo sú að hærra hlutfall þeirra sem skilgreinast sem hættulegir eru nú meðal fanga en þeir sem teljast hættulausir afplána með samfélagsþjónustu. Tilefni áskorunarinnar nú er atburður sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst réðst fangi með hrottalegum hætti að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum fyrir fangaverði. „Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni. Nefnt er að í 1. grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Fékk heilablóðfall einn á vakt Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Fangaverðir hafa í langan tíma bent Fangelsismálastofnun (FMS) á að öryggi og aðbúnaður í fangelsum væri ábótavant þar sem fjölgað hafi andlega veikum einstaklingum í fangelsum landsins. Því hafi ekki fylgt fjölgun starfsmanna né fræðsla í meðhöndlun slíkra einstaklinga. Garðar segir að fangaverðir hafi verið ósáttir við stöðuna lengi. Sjálfur fékk hann heilatappa á næturvakt 2018, og var þá aðeins einn á vakt. Þá þegar hafi komið í ljós þessar brotalamir sem fangaverðir vilja nú vekja athygli á en ekkert hafi verið brugðist við því ástandi og staðan í raun versnað. „Það er bara ekki til peningur. Fangelsismálastofnun fær engan pening og hagræðingin sem hlaust að lokun fangelsisins á Akureyri, þeir peningar eru búnir. Málaflokkurinn sem nýtur einskis skilnings í kerfinu. Það er ekki fyrr en eitthvað gerist þegar menn stökkva til.“ Fangaverðir í stöðugri hættu Garðar segir að fangaverðir hafi ítrekað bent á að andlega vanheilir fangar séu ekki á réttum stað. Og mönnunin hafi ekki aukist. Ertu þá að meta það sem svo að fangaverðir séu stöðugt í hættu? „Klárlega. Tvö ár eru síðan alvarleg hnífaárás var á Kvíabryggju. Þar voru bara tveir menn á vakt. Við vitum aldrei, þessi andlega sjúku menn eiga rétt á að fara í opin úrræði, það verður að prufa og þeir fara á milli fangelsa. Það er alltaf verið að reyna að betra menn,“ segir Garðar en bendir á að þá verði aðbúnaður og mönnun að vera í samræmi við það. Garðar er trúnaðarmaður fangavarða og hann segir hlutfall hættulegra fanga, sem eigi við geðræn vandamál að stríða, verði stöðugt hærra. Fangavörðum hefur hins vegar ekki verið fjölgað til samræmis við það.aðsend Hann bendir til að mynda á að engar lúgur séu á hurðum fangaklefa fangelsisins á Hólmsheiði. Þannig að ef ræða þarf við menn þurfi alltaf að opna dyrnar. „Það fóru tveir menn til að sinna þeim einstaklingi sem kemur við sögu í málinu sem nefnt var áður. Í öðrum fangelsum hefði að lágmarki farið fjórir í það en þá er það öll vaktin á Hólmsheiði. Það er höfuðverkurinn. Í þessu tilfelli var þetta lítilvægt sem þurfti að sinna en afleiðingarnar reyndust alvarlegar. Og þessir menn eru báðir enn frá vinnu.“ Sumir fanga veikir og hættulegir Í yfirlýsingunni er sagt að í fangelsum landsins hafi undirmönnun verið viðvarandi í mörg ár. FVFÍ hafi ítrekað bent FMS og Sameyki á þetta en talað fyrir daufum eyrum. Of fáir fangaverðir eru á vöktum og með því er öryggi starfsmanna og fangelsanna stefnt í hættu. „Má meðal annars nefna að á Hólmsheiði eru 3 starfsmenn á næturvakt með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir.“ Fangaverðir á Íslandi eru alls um 120 sem dugar ekki til að sinna mönnun þrískiptra vakta á Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og á Hólmsheiði. „FVFÍ skorar á ráðherra innanríkis og heilbrigðis, Fangelsismálastofnun og Sameyki að stíga strax inn og leysa þá stöðu sem er til staðar í fangelsum landsins og tryggja viðunandi mönnun og öryggi fyrir alla sem þar eru,“ segir í yfirlýsingunni. Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Áskorunin hefur verið send á Jón Gunnarssonar innanríkisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Páll E Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar Íslands og Þórarinn Eyfjörð sem er formaður Sameykis. Vísir ræddi við Garðar Svansson sem starfar sem fangavörður á Kvíabryggju en hann er trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. Hann hefur verið fangavörður nú í tíu ár og hann segir að á þeim tíma hafi staðan versnað til muna. Ástæðan er meðal annars svo sú að hærra hlutfall þeirra sem skilgreinast sem hættulegir eru nú meðal fanga en þeir sem teljast hættulausir afplána með samfélagsþjónustu. Tilefni áskorunarinnar nú er atburður sem átti sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, laugardaginn 15. janúar síðastliðinn en þá réðst réðst fangi með hrottalegum hætti að fangavörðum með alvarlegum afleiðingum fyrir fangaverði. „Það er krafa Fangavarðafélags Íslands að verulegar breytingar verði að eiga sér stað á vistun einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi. Slíkir einstaklingar eru bæði starfsfólki fangelsanna og öðrum föngum hættulegir. Ítrekað hefur það komið upp í fangelsum að andlega veikir einstaklingar ráðist á og veiti öðrum áverka. Bæði starfsfólki og samföngum,“ segir meðal annars í áskoruninni. Nefnt er að í 1. grein í lögum um fullnustu refsinga segir: „Markmið laga þessara er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti og að sérstök og almenn varnaðaráhrif refsinga séu virk“. Fékk heilablóðfall einn á vakt Með þessu er verið að segja að það eigi að tryggja öruggt vinnuumhverfi innan fangelsanna og að allur aðbúnaður eigi að styðja við að markmið laganna náist. Fangaverðir hafa í langan tíma bent Fangelsismálastofnun (FMS) á að öryggi og aðbúnaður í fangelsum væri ábótavant þar sem fjölgað hafi andlega veikum einstaklingum í fangelsum landsins. Því hafi ekki fylgt fjölgun starfsmanna né fræðsla í meðhöndlun slíkra einstaklinga. Garðar segir að fangaverðir hafi verið ósáttir við stöðuna lengi. Sjálfur fékk hann heilatappa á næturvakt 2018, og var þá aðeins einn á vakt. Þá þegar hafi komið í ljós þessar brotalamir sem fangaverðir vilja nú vekja athygli á en ekkert hafi verið brugðist við því ástandi og staðan í raun versnað. „Það er bara ekki til peningur. Fangelsismálastofnun fær engan pening og hagræðingin sem hlaust að lokun fangelsisins á Akureyri, þeir peningar eru búnir. Málaflokkurinn sem nýtur einskis skilnings í kerfinu. Það er ekki fyrr en eitthvað gerist þegar menn stökkva til.“ Fangaverðir í stöðugri hættu Garðar segir að fangaverðir hafi ítrekað bent á að andlega vanheilir fangar séu ekki á réttum stað. Og mönnunin hafi ekki aukist. Ertu þá að meta það sem svo að fangaverðir séu stöðugt í hættu? „Klárlega. Tvö ár eru síðan alvarleg hnífaárás var á Kvíabryggju. Þar voru bara tveir menn á vakt. Við vitum aldrei, þessi andlega sjúku menn eiga rétt á að fara í opin úrræði, það verður að prufa og þeir fara á milli fangelsa. Það er alltaf verið að reyna að betra menn,“ segir Garðar en bendir á að þá verði aðbúnaður og mönnun að vera í samræmi við það. Garðar er trúnaðarmaður fangavarða og hann segir hlutfall hættulegra fanga, sem eigi við geðræn vandamál að stríða, verði stöðugt hærra. Fangavörðum hefur hins vegar ekki verið fjölgað til samræmis við það.aðsend Hann bendir til að mynda á að engar lúgur séu á hurðum fangaklefa fangelsisins á Hólmsheiði. Þannig að ef ræða þarf við menn þurfi alltaf að opna dyrnar. „Það fóru tveir menn til að sinna þeim einstaklingi sem kemur við sögu í málinu sem nefnt var áður. Í öðrum fangelsum hefði að lágmarki farið fjórir í það en þá er það öll vaktin á Hólmsheiði. Það er höfuðverkurinn. Í þessu tilfelli var þetta lítilvægt sem þurfti að sinna en afleiðingarnar reyndust alvarlegar. Og þessir menn eru báðir enn frá vinnu.“ Sumir fanga veikir og hættulegir Í yfirlýsingunni er sagt að í fangelsum landsins hafi undirmönnun verið viðvarandi í mörg ár. FVFÍ hafi ítrekað bent FMS og Sameyki á þetta en talað fyrir daufum eyrum. Of fáir fangaverðir eru á vöktum og með því er öryggi starfsmanna og fangelsanna stefnt í hættu. „Má meðal annars nefna að á Hólmsheiði eru 3 starfsmenn á næturvakt með allt að 50 fanga og eins og dæmi sýna, sumir þeirra mjög veikir og hættulegir.“ Fangaverðir á Íslandi eru alls um 120 sem dugar ekki til að sinna mönnun þrískiptra vakta á Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og á Hólmsheiði. „FVFÍ skorar á ráðherra innanríkis og heilbrigðis, Fangelsismálastofnun og Sameyki að stíga strax inn og leysa þá stöðu sem er til staðar í fangelsum landsins og tryggja viðunandi mönnun og öryggi fyrir alla sem þar eru,“ segir í yfirlýsingunni.
Fangelsismál Geðheilbrigði Lögreglumál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira