Handbolti

Aron ekki með gegn Noregi

Sindri Sverrisson skrifar
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson missti af þremur leikjum vegna kórónuveirusmits og meiddist svo í fyrsta leik eftir einangrunina.
Fyrirliðinn Aron Pálmarsson missti af þremur leikjum vegna kórónuveirusmits og meiddist svo í fyrsta leik eftir einangrunina. Getty

Aron Pálmarsson missir af leik Íslands gegn Noregi um 5. sætið á EM í handbolta í Búdapest í dag. Aron meiddist í kálfa í sigrinum gegn Svartfjallalandi á miðvikudag, eftir að hafa losnað úr vikulangri einangrun.

Darri Aronsson missir einnig sæti sitt í landsliðshópi Íslands eftir að hafa verið með gegn Svartfellingum.

Inn koma Ólafur Guðmunddsson og Janus Daði Smárason sem báðir eru nú lausir úr einangrun.

Leikmannahópurinn í dag er eftirfarandi:

Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (44/1)

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (32/1)

Aðrir leikmenn:

Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (86/252)

Elvar Ásgeirsson, Nancy (4/12)

Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (50/126)

Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (53/73)

Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (18/19)

Magnús Óli Magnússon, Valur (15/7)

Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (8/9)

Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (136/268)

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (63/199)

Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (46/113)

Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (26/26)

Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (28/68)

Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (59/30)

Þráinn Orri Jónsson, Haukar (2/2)

Utan hóps í dag eru eftirtaldir leikmenn:

Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (156/607)

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78)

Bjarni Ófeigur Valdirmarsson, FK Skövde HK (0/0)

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (240/16)

Dagur Gautason, Stjarnan (0/0)

Darri Aronsson, Haukar (2/1)

Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (36/11)

Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (19/23)

Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63)

Vignir Stefánsson, Valur (9/18)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×