Einkunnir á móti Noregi: Ómar Ingi og Elvar fá báðir hæstu einkunn Íþróttadeild Vísis skrifar 28. janúar 2022 17:25 Elvar Örn Jónsson endaði mótið á frábærri frammistöð. Auk stórleiks í vörninni þá skilaði hann mörgum dýrmætum mörkum og stoðsendingum í sókninni. Getty/ Sanjin Strukic Ómar Ingi Magnússon bauð upp á enn einn stórleikinn og að þessu sinni sýndi Elvar Örn Jónsson okkur líka hversu framtíð hans er björt í íslensku landsliðstreyjunni. Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að tryggja sér fimmta sætið í framlengdum leik á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Strákarnir okkar komu til baka með magnaðri karakterframmistöðu í seinni hálfleik en lokaskotið hitti því miður ekki tómt norskt mark og það var aðeins of mikið til ætlast að örþreyttir fætur næðu að klára Norðmenn í framlengingunni. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en Elvar Örn Jónsson fær líka sexu eins og Guðmundur Guðmundsson þjálfari. Þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Bjarki Már Elísson, Janus Daði Smárason, Ýmir Örn Gíslason og Ágúst Elí Björgvinsson fá allir líka fimmu þökk sé magnaðri endurkomu íslenska liðsins í seinni hálfleiknum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Noregi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (10/1 varið skot- 44:56 mín.) Átti magnað mót, loksins þegar hann fann taktinn. Hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik með frábærum vörslum. Mætti svo aftur til leiks og sýndi okkur og sannaði að Ísland hefur eignast markvörð í fremstu röð. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (5/2 mörk - 69:45 mín.) Skilaði sínu hnökralítið í enn einum leiknum. Hefði getað nýtt færin sín betur en í raun er ekki hægt að fara fram á meira í leik sem þessum þar sem allt vara að fara á hjörunum. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 35:33 mín.) Kom úr einangrun og var í engum takti við leikinn þegar hann byrjaði. Átti erfitt uppdráttar og náði sér aldrei á strik eins og við þekkjum Ólaf Guðmundsson best. Skilaði sínu varnarlega en hefur átt betri leiki. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (8 mörk - 39:36 mín.) Stórkostlegur í síðari hálfleik. Fann þá fínan rytma í sinn leik og sýndi í raun í hvað hann er spunnið. Vonandi nær hann að stíga eitt skref til viðbótar með íslenska landsliðinu því við þurfum á því að halda. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 6(10/2 mörk - 60:40 mín.) Það er fæddur nýr Ólafur Stefánsson. Auðvitað gildishlaðið. Besti maður mótsins, besti maður íslenska liðsins og líklega einn af þremur bestu handboltamönnum heims. Takk fyrir Ómar Ingi. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 66:14 mín.) Átti frábært mót. Auðvitað hefðu menn viljað fá meira frá Sigvalda og sérstaklega þá þegar mest á reyndi í þessum leik. Sigvaldi sannaði á þessu móti að hann er í dag einn besti hægri hornamaður heims. Ýmir Örn Gíslason, lína - 5 (1 mark - 59:10 mín.) Átti hreint ótrúlegt mót. Einn af betri varnarmönnum mótsins. Orkan, viljinn, krafturinn, dugnaðurinn og sú útgeislun sem er af Ými Erni smitar út frá sér til íslenska liðsins og allra sem á horfa. Elvar Örn Jónsson, vörn, vinstri skytta - 6 (6 mörk, 7 stopp - 59:35 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Var hreint magnaður á báðum endum vallarins. Var nánast á annarri löppinni á lokakafla leiksins en þvílík frammistaða. Þvílíkur leikmaður. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 5 (6 varin skot- 20:07 mín.) Átti frábæra innkomu í leikinn. Það var ekki einfalt að koma inn í liðið á ögurstundu en náði að verja mikilvæga bolta. Hefur sannarlega stimplað sig inn í þetta framtíðarlandslið Íslands. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 22:47 mín.) Náði ekki að byrja leikinn af sama krafti og þá leiki sem hann hefur spilað. Lagði sitt að mörkum í frábæru íslensku liði. Leikmaður sem erfitt verður að ganga fram hjá þegar liðið verður valið fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í vor. Til hamingju með gott mót Elvar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 4:33 mín.) Eftir stórleik á móti Frökkum náði Viggó sér einfaldlega ekki á strik. Við þurfum að gefa honum tíma, gefa honum frið því hann er leikmaður sem Ísland þarf á að halda ef Ísland ætlar sér verðlaun á stórmóti á komandi árum. Þráinn Orri Jónsson, lína - 2 (0 mörk - 4:29 mín.) Var geggjaður í sínum fyrsta landsleik en var óheppinn að meiðast í byrjun leiksins. Hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði haft fram að færa gegn ógnarsterku liði Norðmanna. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði of lítið Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - spilaði ekkert Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá fann landsliðsþjálfarinn svörin í þeim síðari. Gerði þær breytingar sem til þurfti á íslenska liðinu og í raun grátlegt að hann hafi ekki náð fimmta sæti. Frammistaða íslenska liðsins á mótinu fer hins vegar í sögubækurnar. Í fæðingu er lið sem getur komist aftur í fremstu röð í heiminum og unnið til verðlauna á stórmóti. Það er kannski ekki í höndum GUðmundar hvort hann verði áfram landsliðsþjálfari. Verði svo ekki er ljóst að hann hefur skilað góðu búi og liði sem er vel undirbúið fyrir stærri átök. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Svartfjallalandi: Ómar Ingi bestur en Bjarki og Gummi fá líka sexu Þrír fá fullt hús og aðrir þrír fimmu í frábærum stórsigri strákanna okkar á Svartfellingum. 26. janúar 2022 17:00 Einkunnir eftir tapið sára gegn Króötum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15 Einkunnir eftir sigurinn frækna á Frökkum: Frammistaða sem sagði sex og margir léku sinn besta landsleik Margir áttu stórleik þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn merkasta sigur í sögunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án átta lykilmanna vann Ísland Ólympíumeistara Frakklands með átta marka mun, 21-29, í milliriðli I á EM. 22. janúar 2022 19:24 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. 18. janúar 2022 19:39 Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að tryggja sér fimmta sætið í framlengdum leik á móti Noregi í leiknum um fimmta sætið á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Strákarnir okkar komu til baka með magnaðri karakterframmistöðu í seinni hálfleik en lokaskotið hitti því miður ekki tómt norskt mark og það var aðeins of mikið til ætlast að örþreyttir fætur næðu að klára Norðmenn í framlengingunni. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en Elvar Örn Jónsson fær líka sexu eins og Guðmundur Guðmundsson þjálfari. Þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Bjarki Már Elísson, Janus Daði Smárason, Ýmir Örn Gíslason og Ágúst Elí Björgvinsson fá allir líka fimmu þökk sé magnaðri endurkomu íslenska liðsins í seinni hálfleiknum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Noregi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (10/1 varið skot- 44:56 mín.) Átti magnað mót, loksins þegar hann fann taktinn. Hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik með frábærum vörslum. Mætti svo aftur til leiks og sýndi okkur og sannaði að Ísland hefur eignast markvörð í fremstu röð. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 5 (5/2 mörk - 69:45 mín.) Skilaði sínu hnökralítið í enn einum leiknum. Hefði getað nýtt færin sín betur en í raun er ekki hægt að fara fram á meira í leik sem þessum þar sem allt vara að fara á hjörunum. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 2 (1 mark - 35:33 mín.) Kom úr einangrun og var í engum takti við leikinn þegar hann byrjaði. Átti erfitt uppdráttar og náði sér aldrei á strik eins og við þekkjum Ólaf Guðmundsson best. Skilaði sínu varnarlega en hefur átt betri leiki. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (8 mörk - 39:36 mín.) Stórkostlegur í síðari hálfleik. Fann þá fínan rytma í sinn leik og sýndi í raun í hvað hann er spunnið. Vonandi nær hann að stíga eitt skref til viðbótar með íslenska landsliðinu því við þurfum á því að halda. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 6(10/2 mörk - 60:40 mín.) Það er fæddur nýr Ólafur Stefánsson. Auðvitað gildishlaðið. Besti maður mótsins, besti maður íslenska liðsins og líklega einn af þremur bestu handboltamönnum heims. Takk fyrir Ómar Ingi. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (2 mörk - 66:14 mín.) Átti frábært mót. Auðvitað hefðu menn viljað fá meira frá Sigvalda og sérstaklega þá þegar mest á reyndi í þessum leik. Sigvaldi sannaði á þessu móti að hann er í dag einn besti hægri hornamaður heims. Ýmir Örn Gíslason, lína - 5 (1 mark - 59:10 mín.) Átti hreint ótrúlegt mót. Einn af betri varnarmönnum mótsins. Orkan, viljinn, krafturinn, dugnaðurinn og sú útgeislun sem er af Ými Erni smitar út frá sér til íslenska liðsins og allra sem á horfa. Elvar Örn Jónsson, vörn, vinstri skytta - 6 (6 mörk, 7 stopp - 59:35 mín.) Lék sinn langbesta landsleik. Var hreint magnaður á báðum endum vallarins. Var nánast á annarri löppinni á lokakafla leiksins en þvílík frammistaða. Þvílíkur leikmaður. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 5 (6 varin skot- 20:07 mín.) Átti frábæra innkomu í leikinn. Það var ekki einfalt að koma inn í liðið á ögurstundu en náði að verja mikilvæga bolta. Hefur sannarlega stimplað sig inn í þetta framtíðarlandslið Íslands. Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 2 (0 mörk - 22:47 mín.) Náði ekki að byrja leikinn af sama krafti og þá leiki sem hann hefur spilað. Lagði sitt að mörkum í frábæru íslensku liði. Leikmaður sem erfitt verður að ganga fram hjá þegar liðið verður valið fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins í vor. Til hamingju með gott mót Elvar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 4:33 mín.) Eftir stórleik á móti Frökkum náði Viggó sér einfaldlega ekki á strik. Við þurfum að gefa honum tíma, gefa honum frið því hann er leikmaður sem Ísland þarf á að halda ef Ísland ætlar sér verðlaun á stórmóti á komandi árum. Þráinn Orri Jónsson, lína - 2 (0 mörk - 4:29 mín.) Var geggjaður í sínum fyrsta landsleik en var óheppinn að meiðast í byrjun leiksins. Hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði haft fram að færa gegn ógnarsterku liði Norðmanna. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - spilaði of lítið Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekkert Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - spilaði ekkert Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá fann landsliðsþjálfarinn svörin í þeim síðari. Gerði þær breytingar sem til þurfti á íslenska liðinu og í raun grátlegt að hann hafi ekki náð fimmta sæti. Frammistaða íslenska liðsins á mótinu fer hins vegar í sögubækurnar. Í fæðingu er lið sem getur komist aftur í fremstu röð í heiminum og unnið til verðlauna á stórmóti. Það er kannski ekki í höndum GUðmundar hvort hann verði áfram landsliðsþjálfari. Verði svo ekki er ljóst að hann hefur skilað góðu búi og liði sem er vel undirbúið fyrir stærri átök. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Einkunnir á móti Svartfjallalandi: Ómar Ingi bestur en Bjarki og Gummi fá líka sexu Þrír fá fullt hús og aðrir þrír fimmu í frábærum stórsigri strákanna okkar á Svartfellingum. 26. janúar 2022 17:00 Einkunnir eftir tapið sára gegn Króötum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15 Einkunnir eftir sigurinn frækna á Frökkum: Frammistaða sem sagði sex og margir léku sinn besta landsleik Margir áttu stórleik þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn merkasta sigur í sögunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án átta lykilmanna vann Ísland Ólympíumeistara Frakklands með átta marka mun, 21-29, í milliriðli I á EM. 22. janúar 2022 19:24 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. 18. janúar 2022 19:39 Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16 Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Einkunnir á móti Svartfjallalandi: Ómar Ingi bestur en Bjarki og Gummi fá líka sexu Þrír fá fullt hús og aðrir þrír fimmu í frábærum stórsigri strákanna okkar á Svartfellingum. 26. janúar 2022 17:00
Einkunnir eftir tapið sára gegn Króötum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15
Einkunnir eftir sigurinn frækna á Frökkum: Frammistaða sem sagði sex og margir léku sinn besta landsleik Margir áttu stórleik þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn merkasta sigur í sögunni í kvöld. Þrátt fyrir að vera án átta lykilmanna vann Ísland Ólympíumeistara Frakklands með átta marka mun, 21-29, í milliriðli I á EM. 22. janúar 2022 19:24
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Einkunnir strákanna á móti Ungverjum: Bjarki og Björgvin bestir en þrír fá sexu Það voru margir að spila vel í sigrinum á Ungverjum í kvöld enda þurfti mikið til að vinna heimamenn fyrir framan troðfulla og blóðheita tuttugu þúsund manna höll. 18. janúar 2022 19:39
Einkunnir strákanna á móti Hollandi: Sigvaldi bestur en Janus stal senunni Það þurfti ískaldan varamann til að redda málunum á móti Hollandi á EM í kvöld eftir að erfiðar tólf mínútur fóru langt með að klúðra góðum leik fram að því. 16. janúar 2022 22:16
Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Gísli bestur en margir góðir Guðmundur Guðmundsson lagði leikinn frábærlega upp og leikstjórnandinn var besti maður íslenska liðsins sem fékk að launum óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 22:00