Skýrsla Henrys: Hetjurnar okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2022 18:01 Samheldni. Þessi mynd er táknræn fyrir strákana okkar. Standa alltaf saman og rífa hvorn annan upp þegar á þarf að halda. vísir/getty Ég er að verða uppiskroppa með lýsingarorð til handa strákunum okkar. Þvílíkar hetjur er líklega besta lýsingin á þeim eftir þessa lygilegu rússíbanareið sem þetta Evrópumót hefur verið. Þó svo úrslit dagsins hafi verið súr þá skildu drengirnir gjörsamlega allt eftir á gólfinu. Það var unaður að horfa á þá spila. Ég skrifaði um það í tryllingnum í riðlakeppninni að ég vildi sjá liðið komast áfram svo það gæti mátað sig við bestu lið heims og komist að því hvar liðið stæði eiginlega í heimsboltanum í dag. Við fengum heldur betur svar við því. Ísland er aftur komið með heimsklassalið og stendur nokkurn veginn jafnfætis við bestu lið heims. Það vantaði grátlega lítið upp á að liðið myndi berjast um verðlaun á þessu móti. Það er ekki nokkur efi í mínum huga eftir þetta mót að strákarnir okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni. Liðið sprakk út í ómögulegum aðstæðum og sýndi þrátt fyrir mótlætið endalaus gæði og risastórt hjarta. Það er einstakur liðsandi í þessu landsliði og með fullmannaðan bát getur þetta lið siglt alla leið. Nánast öll lið urðu fyrir áfalli og áföllum á þessu móti en fá lið lentu eins illa í því og Ísland því afar margir lykilmenn duttu út. Þá kom í ljós að breiddin í íslenska handboltalandsliðinu er greinilega meiri og betri en nokkurn óraði fyrir. Það eru líka frábær tíðindi. Það verður ekkert grín að velja landsliðshópa framtíðarinnar með alla þessa snillinga sem gera kröfu á sæti. Guðmundur Þórður Guðmundsson lagði upp í vegferð fyrir rúmum þremur árum síðan með háleit markmið. Sú vegferð var ekki alltaf auðveld en hann missti aldrei fókus á verkefninu. Einu sinni sem oftar stendur hann uppi sem sigurvegarinn. Það hlýtur að vera algjört forgangsatriði hjá HSÍ að tryggja sér þjónustu hans áfram. Ómar Ingi Magnússon stimplaði sig síðan eftirminnilega inn á stóra sviðið. Hann sýndi og sannaði að hann er orðinn einn besti leikmaður heims. Það hefur enginn leikið betur en hann á þessu móti. Snillingur. Viktor Gísli Hallgrímsson sprakk síðan út á mótinu eins og beðið hefur verið eftir. Stórkostleg tíðindi. Hefur fulla burði til þess að komast í heimsklassa og loka íslenska búrinu næstu fimmtán árin. Við eigum svo mikið af hágæðaleikmönnum á frábærum aldri. Janus Daði lygilegur í dag, nýkominn úr Covid-klefanum sínum, og sömu sögu að segja af Elvari Erni. Þvílík frammistaða hjá þeim í dag. Hershöfðinginn Ýmir Örn leiðir svo vörnina með gæðamenn á borð við Elvar Örn og Elliða Snæ með sér. Innkoma Elvars Ásgeirssonar í mótið var lygileg og það má í raun hrósa öllum sem tóku þátt. Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Alvöru lið! Þetta skrautlega Covid-mót mun aldrei gleymast en í framtíðinni verður þetta mótið sem lagði grunninn að afrekum og verðlaunum framtíðarinnar. Þessu liði eru allir vegir færir. Takk fyrir mig, drengir. Þið voruð stórkostlegir. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Ég skrifaði um það í tryllingnum í riðlakeppninni að ég vildi sjá liðið komast áfram svo það gæti mátað sig við bestu lið heims og komist að því hvar liðið stæði eiginlega í heimsboltanum í dag. Við fengum heldur betur svar við því. Ísland er aftur komið með heimsklassalið og stendur nokkurn veginn jafnfætis við bestu lið heims. Það vantaði grátlega lítið upp á að liðið myndi berjast um verðlaun á þessu móti. Það er ekki nokkur efi í mínum huga eftir þetta mót að strákarnir okkar munu vinna til verðlauna í framtíðinni. Liðið sprakk út í ómögulegum aðstæðum og sýndi þrátt fyrir mótlætið endalaus gæði og risastórt hjarta. Það er einstakur liðsandi í þessu landsliði og með fullmannaðan bát getur þetta lið siglt alla leið. Nánast öll lið urðu fyrir áfalli og áföllum á þessu móti en fá lið lentu eins illa í því og Ísland því afar margir lykilmenn duttu út. Þá kom í ljós að breiddin í íslenska handboltalandsliðinu er greinilega meiri og betri en nokkurn óraði fyrir. Það eru líka frábær tíðindi. Það verður ekkert grín að velja landsliðshópa framtíðarinnar með alla þessa snillinga sem gera kröfu á sæti. Guðmundur Þórður Guðmundsson lagði upp í vegferð fyrir rúmum þremur árum síðan með háleit markmið. Sú vegferð var ekki alltaf auðveld en hann missti aldrei fókus á verkefninu. Einu sinni sem oftar stendur hann uppi sem sigurvegarinn. Það hlýtur að vera algjört forgangsatriði hjá HSÍ að tryggja sér þjónustu hans áfram. Ómar Ingi Magnússon stimplaði sig síðan eftirminnilega inn á stóra sviðið. Hann sýndi og sannaði að hann er orðinn einn besti leikmaður heims. Það hefur enginn leikið betur en hann á þessu móti. Snillingur. Viktor Gísli Hallgrímsson sprakk síðan út á mótinu eins og beðið hefur verið eftir. Stórkostleg tíðindi. Hefur fulla burði til þess að komast í heimsklassa og loka íslenska búrinu næstu fimmtán árin. Við eigum svo mikið af hágæðaleikmönnum á frábærum aldri. Janus Daði lygilegur í dag, nýkominn úr Covid-klefanum sínum, og sömu sögu að segja af Elvari Erni. Þvílík frammistaða hjá þeim í dag. Hershöfðinginn Ýmir Örn leiðir svo vörnina með gæðamenn á borð við Elvar Örn og Elliða Snæ með sér. Innkoma Elvars Ásgeirssonar í mótið var lygileg og það má í raun hrósa öllum sem tóku þátt. Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Alvöru lið! Þetta skrautlega Covid-mót mun aldrei gleymast en í framtíðinni verður þetta mótið sem lagði grunninn að afrekum og verðlaunum framtíðarinnar. Þessu liði eru allir vegir færir. Takk fyrir mig, drengir. Þið voruð stórkostlegir.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Bjarki Már: Bjartsýnn en svekktur að hafa ekki unnið í dag Bjarki Már Elísson, ein af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta, var eðlilega mjög svekktur eftir súrt eins marks tap Íslands gegn Noregi í framlengdum leik um 5. sæti mótsins. Ekki nóg með að leikur dagsins hafi verið upp á 5. sæti Evrópumótsins heldur var sæti á HM í Póllandi og Svíþjóð á næsta ári í boði. 28. janúar 2022 16:45
Topparnir í tölfræðinni á móti Noregi: Ómar Ingi átti orku í enn einn stórleikinn Ómar Ingi Magnússon og íslenska liðið gróf sig upp úr holu á móti geysisterku norsku liði en voru svo grátlega nálægt því að taka fimmta sætið. 28. janúar 2022 17:30