Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 10:30 Hér sést bílalest rússneska hersins á Krímskaga en Rússar hafa safnað saman um 100.000 hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu á síðustu vikum. Vísir/AP Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð. Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð.
Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39
Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32