Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2022 18:31 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59