Man ekki eftir svo alvarlegu broti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 09:31 Daníel Örn Hinriksson er formaður Hundaræktarfélags Íslands. stöð2 Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir mál mæðgna sem var vísað úr félaginu það alvarlegasta sem komið hafi upp innan félagsins. Mæðgurnar sæta fimmtán ára brottvísun, meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“ Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Hundaræktarfélagið fékk ábendingu um málið fyrir tæpu ári síðan en siðanefnd félagsins úrskurðaði um málið fyrir helgi og telur hann um 76 blaðsíður. Mæðgurnar hafa verið með Schäferræktunina Gjósku undanfarin ár og er það niðurstaða málsins að þær hafi gerst brotlegar við lög félagsins. Brotin eru nokkur og snúa að rangfærslu í ættbókarskráningu: Þar segir að þær hafi vísvitandi skráð ranga ræktunartík á eitt, tvö eða þrjú pörunarvottorð við umsókn um ættbókarskráningu gota. Þá hafi þær brotið gróflega gegn markmiðum félagsins, brotið trúnað og skyldur. Þær hafi ekki mætt með hunda úr ræktun sinni í sýnatöku til sönnunar á ætterni og neitað að gefa upp upplýsingar. Mæðgunum hefur verið vísað úr félaginu í fimmtán ár auk þess sem félagið svipti þær ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Alvarlegt brot Formaður Hundaræktarfélags Íslands segir að meginmarkmið félagsins sé að standa vörð um ræktun hundakynja. „Reynist ættbókin röng er það mjög alvarlegt brot gagnvart félaginu og félagsmönnum. Og ekki síst þeim hundaeigendum sem hafa keypt þessa hvolpa í góðri trú um að þeir séu rétt ættbókarfærðir,“ sagði Daníel Örn Hinriksson, formaður Hundaræktarfélags Íslands. Kaupendur könnuðu stöðu sína Þá hafi eigendur sem keyptu hvolpa af ræktuninni kannað stöðu sína gagnvart ræktendunum. „Á meðan á málinu stóð og á meðan það var til meðferðar siðanefndar þá auðvitað var fólk áhyggjufullt um rétt sinn og kannaði stöðu sína gagnvart þessum ræktanda.“ Hann segir óalgengt að ræktendum sé vísað úr félaginu. „Nei það gerist ekki oft og ég hef verið í félaginu í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona alvarlegu broti.“
Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Mæðgum vísað úr Hundaræktarfélaginu í fimmtán ár Mæðgum, sem ræktað hafa Schäferhunda um árabil, hefur verið vísað úr Hundaræktarfélagi Íslands í fimmtán ár meðal annars fyrir að hafa falsað ættbókarskráningar. Þær hafa sömuleiðis verið sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni þeirra. 29. janúar 2022 14:19