Börn skila sér illa til tannlækna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 13:06 Tannlæknar hafa áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki til tannlækna í tanneftirlit. Talið er að þetta séu um 5 þúsund börn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tannlæknar hafa verulegar áhyggjur af því að þúsundir barna skili sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Á sama tíma eru tannlækningar barna ókeypis fyrir utan árlegt 2.500 krónu komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku, sem hefst á morgun og stendur til 4. febrúar, með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni. Þá á að koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri að tannlækningar barna eru svo til gjaldfrjálsar. Þrátt fyrir gjaldfrjálsar tannlækningar barna yngri en 18 ára þá hafa tannlæknar áhyggjur af því hvað mörg börn mæta aldrei til tannlækna í reglulegt eftirlit. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir er formaður Tannlæknafélags Íslands „Kerfið er þannig á Íslandi að öll börn eiga rétt á tannlæknaþjónustu og hún er gjaldfrjáls að undanskildum 2.500 krónum, sem eru greiddar bara einu sinni á ári. Við köllum þetta komugjald en það er kannski rangnefni því þetta er bara greitt einu sinni á ári, þetta er ekki greitt í hverri komu. Það er náttúrlega áburðahluti foreldranna að koma með börnin í þetta reglulega eftirlit og sinna þessu,“ segir Jóhanna Bryndís. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku dagana 31. janúar - 4. febrúar með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni.Aðsend Jóhanna Bryndís segir að það sé nokkuð vel vitað hvað hópurinn er stór af börnum, sem koma aldrei í eftirlit til tannlækna. „Já, við teljum að þetta séu jafnvel hátt í fimm þúsund börn á Íslandi, sem koma ekki í árlegt eftirlit.“ Börn af erlendum uppruna skila sér líka illa til tannlækna. „Þetta er ört stækkandi hópur á Íslandi þar sem íslenska er ekki móðurmál foreldranna og þá er bara virkilega mikilvægt að fræðslan og forvarnirnar séu á þeim tungumálum, sem að þau skilja. Það eru öll börn velkomin til tannlækna á Íslandi,“ segir formaður Tannlæknafélags Íslands. Nánari upplýsingar um tannverndarvikuna 2022 Í tannverndarviku er foreldrum og forráðamönnum bent á að kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, fyrir utan 2.500 kr. árlegt komugjald sem greitt er einu sinni á 12 mánaða tímabili. Gjaldfrjálsar tannlækningar ná yfir eftirlit, forvarnir, flúormeðferð, skorufyllur, tannfyllingar, rótfyllingar og annað sem telst til nauðsynlegra tannlækninga barna yngri en 18 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira