„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 15:00 Hörður Orri er framkvæmdastjóri Herjólfs. vísir „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“ Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“
Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17