Nýtt 60 íbúa hjúkrunarheimili á Selfossi – 40 fyrir höfuðborgarsvæðið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2022 20:04 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að höfðu samráði við Sveitarfélagið Árborg að 40 af 60 nýju rímunum á nýja hjúkrunarheimilinu á Selfossi verði tímabundið til ráðstöfunar fyrir íbúa af höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir hjúkrunarrými. Hönnuðir hússins eru Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. og fyrirtækið Eykt hefur annast framkvæmdirnar. Aðsend Ný styttist óðum í að nýtt hjúkrunarheimili verði opnað á Selfossi fyrir sextíu íbúa. Fjörutíu manns af höfuðborgarsvæðinu munu fá inni á nýja heimilinu. Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví. Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Nýja hjúkrunarheimilið er steinsnar frá sjúkrahúsinu á Selfossi en það verður Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem mun reka heimilið líkt og sjúkrahúsið. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring og þar verður pláss fyrir 60 manns. Búið er að auglýsa eftir starfsfólki en ráða þarf í fjörutíu og fjögur hundrað prósent stöðugildi. Hjúkrunarforstjóri verður Ólöf Árnadóttir, sem er einnig hjúkrunarstjóri yfir Ljósheimum og Fossheimum, sem eru hjúkrunardeildir á sjúkrahúsinu. Á heimilinu verða fimm búsetueiningar fyrir 12 íbúa hver. „Þetta er spennandi viðbót við hjúkrunarheimilin hér á Suðurlandi og þetta glæsilega hús mun henta mjög vel í þessa starfsemi, sem við erum að fara af stað með hérna. Þetta mun breyta því að við erum náttúrlega með biðlista inn í hjúkrunarrými og þetta mun létta á því. Mér sýnist miðað við stöðuna í dag þá förum við langt með að hreinsa upp biðlistana hjá okkur,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Nýja hjúkrunarheimilið er byggt í hring með glæsilegum garði innan í hringnum.Aðsend Díana segir að það sé búið að gera samning við Sveitarfélagið Árborg um að taka við fólki af höfuðborgarsvæðinu inn á nýja hjúkrunarheimilið. „Já, þannig að við munum taka við 35 til 40 íbúum frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Díana. En hvað segir fólki við því að það eigi að taka svona mörg pláss frá fyrir höfuðborgarsvæðið? „Fólk óar við því. Þessi rými, sem eru tímabundin hefðu bara farið inn í þetta heimili en þau verða áfram í rekstri, þannig að þetta mun ekki hafa áhrif á þau pláss, sem eru raunverulega að verða til hjá okkur,“ bætir Díana við. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Iðnaðarmenn eru nú á fullum krafti að leggja lokahönd á alla vinnuna inni áður en heimilið verður opnað í mars næstkomandi. Covid hefur þú aðeins tafið vinnuna því eitthvað af iðnaðarmönnum hafa þurft að fara í einangrun eða sóttkví.
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira