Forseti viðurkennir mistök varðandi grímuskyldu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 21:52 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist bera ábyrgð á því að gildandi sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt. Vísir/Egill Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist bera ábyrgð á því að ekki hafi verið farið eftir gildandi sóttvarnareglum við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem fram fóru í liðinni viku. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. janúar síðastliðinn og vöktu netverjar athygli á því að sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt á viðburðinum. Við þessu hefur Guðni nú gengist og segist hann biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum. Því miður hafi reglum um grímuskyldu ekki verið fylgt og á því beri hann ábyrgð. „Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum, segir Guðni í færslu á Facebook síðu sinni. Hann bætir við að forsetaembættið hafi reglulega frestað viðburðum eða fallið frá þeim og einsett sér að fylgja öllum tilmælum í hvívetna. „Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“ Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. janúar síðastliðinn og vöktu netverjar athygli á því að sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt á viðburðinum. Við þessu hefur Guðni nú gengist og segist hann biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum. Því miður hafi reglum um grímuskyldu ekki verið fylgt og á því beri hann ábyrgð. „Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum, segir Guðni í færslu á Facebook síðu sinni. Hann bætir við að forsetaembættið hafi reglulega frestað viðburðum eða fallið frá þeim og einsett sér að fylgja öllum tilmælum í hvívetna. „Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“
Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59