Kærastan óvænt hetja handboltalandsliðs Svía á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 08:31 Sænski Evrópumeistarinn Lucas Pellas og kærasta hans Hanna Edwinson. Samsett/Instagram og EPA Svíar urðu Evrópumeistarar um helgina en það þurfti hjálp úr óvæntri átt til að koma liðinu í úrslitaleikinn. Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira