Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 12:02 Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18
Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20
Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11