Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:53 Margir mættu í sýnatöku í gær en vegna anna getur fólk þurft að bíða eftir niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07
816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33