Engin tölfræði til um byrlanir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 21:03 Ráðherra hyggst hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota en núgildandi áætlun rennur úr gildi við lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata. Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata.
Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57