Áramótaskaupið telst í ófyndnara lagi Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 13:42 Ef marka má könnun Maskínu var það ekki svo að landsmenn hafi kútvelst um stofur sínar af hlátri yfir síðasta Áramótaskaupi. Könnun Maskínu leiðir í ljós að Áramótaskaup Ríkisútvarpsins að þessu sinni þótti ekki sérstaklega gott. Ef borið er saman við síðustu ár þá eru aðeins 45 prósent sem telja það mjög gott en til samanburðar voru tæp 85 prósent afar ánægð með Skaupið 2020. Árið 2019 voru 71 prósent á því að skaupið væri gott, 2018 voru 62 prósent á þeirri skoðun en 2017 voru þeir 76 prósent. Árið 2016 voru 60 prósent þeirrar skoðunar að Skaupið hafi þá verið gott. Könnunin í samanburði við kannanir undanfarinna ára.Maskína Eins og sjá má á súluritinu hér ofar voru fleiri þeirrar skoðunar en undanfarin ár að Skaupið hafi beinlínis verið slakt eða 31 prósent. Könnunin var lögð fyrir það sem heitir Þjóðargátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks eða panell, sem dreginn er með tilviljunarkenndu úrtaki úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Í skýringu segir að Svörin hafi verið vegin samkvæmt „mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega.“ En könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022. Hér má sjá niðurstöðu greinda út frá búsetu og aldri.Maskína Sé rýnt í könnunina um afstöðu fólks til Skaupsins nú kemur á daginn að þeir sem búa á Austurlandi voru ánægðastir með grínið eða rúm 42 prósent sem töldu það frekar gott og 14,5 prósent mjög gott. Þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu var síður skemmt. Þá virðist sem fólk á fertugsaldrinum hafi verið fremur spör á hlátrasköllinn því heil 21 prósent í þeim aldursflokki telja Skaupið mjög slakt. Þá var einnig litið til flokkspólitískra skoðana og hún borin saman við afstöðu til Skaupsins. Þar kemur á daginn að 38,5 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins töldu Skaupið frekar eða mjög slakt, Sósíalistar voru neikvæðir sem nemur 37,8 prósentum, Sjálfstæðismenn voru 36,5 ósáttir og 34,3 prósent Miðflokksfólks. Stuðningsmenn annarra flokka fengu svo sem ekki krampa í maga af hlátri en voru sýnu jákvæðari. Greina má mun eftir flokkspólitískri afstöðu sé litið til afstöðu til Skaupsins.Maskína Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Grín og gaman Leikhús Skoðanakannanir Tengdar fréttir Gera upp Skaupið: „Enda er mér nokkuð oft kastað í tussuna“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir Áramótaskaupið 2021. Sindri Sindrason ræddi við leikstjórann, nokkra vel valda leikara og fengu áhorfendur að rifja upp bestu atriðin. 4. janúar 2022 10:31 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ef borið er saman við síðustu ár þá eru aðeins 45 prósent sem telja það mjög gott en til samanburðar voru tæp 85 prósent afar ánægð með Skaupið 2020. Árið 2019 voru 71 prósent á því að skaupið væri gott, 2018 voru 62 prósent á þeirri skoðun en 2017 voru þeir 76 prósent. Árið 2016 voru 60 prósent þeirrar skoðunar að Skaupið hafi þá verið gott. Könnunin í samanburði við kannanir undanfarinna ára.Maskína Eins og sjá má á súluritinu hér ofar voru fleiri þeirrar skoðunar en undanfarin ár að Skaupið hafi beinlínis verið slakt eða 31 prósent. Könnunin var lögð fyrir það sem heitir Þjóðargátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks eða panell, sem dreginn er með tilviljunarkenndu úrtaki úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Í skýringu segir að Svörin hafi verið vegin samkvæmt „mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur og búsetu, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega.“ En könnunin fór fram dagana 14. til 19. janúar 2022. Hér má sjá niðurstöðu greinda út frá búsetu og aldri.Maskína Sé rýnt í könnunina um afstöðu fólks til Skaupsins nú kemur á daginn að þeir sem búa á Austurlandi voru ánægðastir með grínið eða rúm 42 prósent sem töldu það frekar gott og 14,5 prósent mjög gott. Þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu var síður skemmt. Þá virðist sem fólk á fertugsaldrinum hafi verið fremur spör á hlátrasköllinn því heil 21 prósent í þeim aldursflokki telja Skaupið mjög slakt. Þá var einnig litið til flokkspólitískra skoðana og hún borin saman við afstöðu til Skaupsins. Þar kemur á daginn að 38,5 prósent stuðningsmanna Flokks fólksins töldu Skaupið frekar eða mjög slakt, Sósíalistar voru neikvæðir sem nemur 37,8 prósentum, Sjálfstæðismenn voru 36,5 ósáttir og 34,3 prósent Miðflokksfólks. Stuðningsmenn annarra flokka fengu svo sem ekki krampa í maga af hlátri en voru sýnu jákvæðari. Greina má mun eftir flokkspólitískri afstöðu sé litið til afstöðu til Skaupsins.Maskína
Áramótaskaupið Bíó og sjónvarp Grín og gaman Leikhús Skoðanakannanir Tengdar fréttir Gera upp Skaupið: „Enda er mér nokkuð oft kastað í tussuna“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir Áramótaskaupið 2021. Sindri Sindrason ræddi við leikstjórann, nokkra vel valda leikara og fengu áhorfendur að rifja upp bestu atriðin. 4. janúar 2022 10:31 Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50 Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Gera upp Skaupið: „Enda er mér nokkuð oft kastað í tussuna“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir Áramótaskaupið 2021. Sindri Sindrason ræddi við leikstjórann, nokkra vel valda leikara og fengu áhorfendur að rifja upp bestu atriðin. 4. janúar 2022 10:31
Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1. janúar 2022 21:50
Skiptar skoðanir netverja um Skaupið: „Þórólfur er alveg low key daddy“ Netverjar voru að vanda duglegir að tjá skoðun sína á Áramótaskaupinu og draga fram þau atriði sem vöktu mesta lukku. 1. janúar 2022 09:02