Næringargildi reiknuð út í rauntíma á Preppbarnum Preppbarinn 4. febrúar 2022 09:00 Viðskiptavinurinn sem ætlar að borða þessa máltíð veit kvæmt næringargildi hennar. „Þetta verður fyrsti bar sinnar tegundar á Íslandi og sennilega í öllum heiminum,“ segir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson en Guðmundur opnar Preppbarinn í dag klukkan 11 á Suðurlandsbraut 10, ásamt Karel Atla og Elínu Bjarnadóttur. Preppbarinn er „Take away“ veitingastaður þar sem viðskiptavinir sjá næringargildi máltíðar reiknast út í rauntíma meðan máltíðin er búin til fyrir framan þá og geta hlaðið gildunum inn í heilsutengd smáforrit. „Á Preppbarnum muntu geta sett saman þína eigin máltíð, salat eða vefju úr úrvali af hráefni sem við bjóðum upp á og valið um að fá matinn hitaðan eða ekki. Við eru með skjá í glerborðinu fyrir framan viðskiptavini og um leið og við bætum hráefni við réttinn nemur vigtin það og næringargildið kemur fram á skjánum í samræmi við þau grömm sem bætt er við. Viðskiptavinir geta því fylgst með hvernig næringargildi máltíðarinnar breytist eftir því hvernig hún er samsett,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir Preppbarinn koma til móts við stóran og stöðugt stækkandi hóp fólks sem hugsar um heilsuna og vill vita nákvæmlega hvað það lætur ofan í sig. „Hugmyndin er fyrst og fremst að auðvelda fólki á hraðferð að fá góðan, hollan og næringarríkan mat á sem stystum tíma en einnig að geta gefið nákvæm næringargildi fyrir þá sem kjósa að fylgjast með því. Næringargildi máltíða á Preppbarnum eru prentuð út á límmiða sem fer á boxið og fólk getur þá til dæmis "quick addað" næringargildunum í myfitnesspal. Á veitingastöðum eru oft tiltekin stöðluð næringargildi fyrir ákveðnar máltíðir en það getur verið misjafnt eftir því hvernig máltíðin er löguð, hvort kokkurinn setji stundum kúfulla matskeið eða sléttfulla af ákveðnu hráefni til dæmis en hjá okkur sést þetta alltaf alveg nákvæmt. Við létum sérútbúa fyrir okkur kerfi sem talar við vogirnar og reiknar út næringargildin. Sjón er sögu ríkari,“ segir Guðmundur. Preppbarinn verður opnaður klukkan 11 í dag, Suðurlandsbraut 10. Matur Heilsa Veitingastaðir Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Preppbarinn er „Take away“ veitingastaður þar sem viðskiptavinir sjá næringargildi máltíðar reiknast út í rauntíma meðan máltíðin er búin til fyrir framan þá og geta hlaðið gildunum inn í heilsutengd smáforrit. „Á Preppbarnum muntu geta sett saman þína eigin máltíð, salat eða vefju úr úrvali af hráefni sem við bjóðum upp á og valið um að fá matinn hitaðan eða ekki. Við eru með skjá í glerborðinu fyrir framan viðskiptavini og um leið og við bætum hráefni við réttinn nemur vigtin það og næringargildið kemur fram á skjánum í samræmi við þau grömm sem bætt er við. Viðskiptavinir geta því fylgst með hvernig næringargildi máltíðarinnar breytist eftir því hvernig hún er samsett,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir Preppbarinn koma til móts við stóran og stöðugt stækkandi hóp fólks sem hugsar um heilsuna og vill vita nákvæmlega hvað það lætur ofan í sig. „Hugmyndin er fyrst og fremst að auðvelda fólki á hraðferð að fá góðan, hollan og næringarríkan mat á sem stystum tíma en einnig að geta gefið nákvæm næringargildi fyrir þá sem kjósa að fylgjast með því. Næringargildi máltíða á Preppbarnum eru prentuð út á límmiða sem fer á boxið og fólk getur þá til dæmis "quick addað" næringargildunum í myfitnesspal. Á veitingastöðum eru oft tiltekin stöðluð næringargildi fyrir ákveðnar máltíðir en það getur verið misjafnt eftir því hvernig máltíðin er löguð, hvort kokkurinn setji stundum kúfulla matskeið eða sléttfulla af ákveðnu hráefni til dæmis en hjá okkur sést þetta alltaf alveg nákvæmt. Við létum sérútbúa fyrir okkur kerfi sem talar við vogirnar og reiknar út næringargildin. Sjón er sögu ríkari,“ segir Guðmundur. Preppbarinn verður opnaður klukkan 11 í dag, Suðurlandsbraut 10.
Matur Heilsa Veitingastaðir Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira