Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 13:30 Þeir Ásmundur og Ásgeir eru sammála um mikilvægi framkvæmdarinnar en greinir á um hvernig sé best að koma henni af stað. vísir/vilhelm/arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir. Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir.
Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira