Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:43 Ágúst segir skimunarverkefnið einnig munu verða til þess að fólk verður upplýstara um krabbamein í ristli og endaþarmi. Á myndinni má sjá heilbrigðan ristil. Getty Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira