Beit á jaxlinn allt of lengi og hrundi á endanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 17:01 Pétur Helgason er viðmælandi í fyrsta þættinum af nýrri þáttaröð af hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein. Þættirnir eru framleiddir af Krafti í samstarfi við Vísi. Þáttastjórnandi er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Vísir/Vilhelm „Konan mín greindist með þríneikvætt brjóstakrabbamein,“ segir Pétur Helgason um það hvernig hann kynntist þessum erfiða sjúkdómi. „Hennar æxli var mjög aggresíft í vexti.“ Pétur segir að þegar þau fundu fyrst fyrir æxlinu í ágúst hafi það verið á stærð við tyggjókúlu. Stuttu síðar var það á stærð við golfkúlu. Hjónin fluttu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur sama ár og Brynhildur greindist. „Hún fór mjög fljótlega, í september eða október, í lyfjagjöfina til að reyna að bremsa vöxtinn. Til að vonandi hafa einhver áhrif á þetta. Það sást sem betur fer minnkun eftir þrjár eða fjórar umferðir og svo þá vildu þeir gera tvær til viðbótar og síðan fer hún í aðgerðina í janúar 2019.“ Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag, er meðal annars rætt við Pétur en hann þekkir krabbamein vel sem aðstandandi. Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar og er viðeigandi að við setjum út fyrsta þátt þriðju þáttaraðar hlaðvarpsins í dag. Þögla stereótýpan Pétur viðurkennir að hafa ekki verið duglegur að koma sér í samband við Kraft til að byrja með þrátt fyrir að þekkja til samtakanna. „Ég fattaði kannski ekki heldur að ég þurfti það.“ Eiginkona Péturs stakk svo upp á því að hann talaði við einhvern um það sem þau voru að ganga í gegnum. Hann sér í dag hversu mikilvægt það er að hlúa líka að andlegu heilsunni, einnig fyrir aðstandendur. Þetta gerði hann sjálfur með aðstoð frá Krafti. „Ég er ekkert þessi blátt áfram týpa að tala, eða ég var það ekki, ég er nú búinn að læra ýmislegt núna á þessum tíma. Að tala um tilfinningar, maður var kannski óþægilega stereótýpan af karlmanni. Maður bara heldur áfram og segir ekkert.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við tvær kröftugar konur. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Hún er gift og þriggja barna móðir og segir frá sinni reynslu. Einnig er rætt við Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins fimmtán ára gömul. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Hvernig getur Kraftur hjálpað þér? Hnútur og spenna í líkamanum Pétur viðurkennir að hann hafi ekki verið mikið inn í þriðju vaktinni svokölluðu á heimilinu áður en Brynhildur veiktist. Það hafi því margt breyst á stuttum tíma. „Ég ákvað að nýta mér sálfræðiþjónustuna hjá Krafti,“ segir Pétur um ástæðu þess að hann leitaði til stuðningsfélagsins sem aðstandandi. „Ég mætti í fyrsta tímann og hugsaði, ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna og af hverju ég er hérna. Það er ekkert að mér. Ég er með fjóra krakka sem ég er að reyna einhvern veginn að koma í skólann, að reyna að vinna og svo er ég einhvern veginn að reyna að púsla hinu og þessu. Bara lífið.“ Pétur hvetur aðstandendur til að leita aðstoðar og ræða við einhvern um eigin líðan.Vísir/Vilhelm Eftir tímann fékk Pétur stuðningsaðila frá Krafti. Þegar hann byrjaði að ræða við þessa aðila og svara þeirra spurningum áttaði hann sig meira á líðaninni. „Þessi hnútur í maganum, þessi spenna í líkamanum, það er kannski reiði.“ Pétur segir að öllum, sjúklingum og aðstandendum, sé mætt með fullum skilningi hjá Krafti. „Ég auðvitað beit á jaxlinn allt of lengi og fór gjörsamlega í gegnum þennan andlega vegg og bara hrundi sjálfur og vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig í sokka einn daginn. Ég var gjörsamlega útbrenndur í hausnum.“ Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Pétur Helgason, Huldu Hjálmarsdóttur og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org. Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31 Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Pétur segir að þegar þau fundu fyrst fyrir æxlinu í ágúst hafi það verið á stærð við tyggjókúlu. Stuttu síðar var það á stærð við golfkúlu. Hjónin fluttu heim frá Svíþjóð með börnin sín fjögur sama ár og Brynhildur greindist. „Hún fór mjög fljótlega, í september eða október, í lyfjagjöfina til að reyna að bremsa vöxtinn. Til að vonandi hafa einhver áhrif á þetta. Það sást sem betur fer minnkun eftir þrjár eða fjórar umferðir og svo þá vildu þeir gera tvær til viðbótar og síðan fer hún í aðgerðina í janúar 2019.“ Í nýjasta þættinum af Krafts hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein, sem birtist hér á Vísi og öllum helstu efnisveitum í dag, er meðal annars rætt við Pétur en hann þekkir krabbamein vel sem aðstandandi. Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar og er viðeigandi að við setjum út fyrsta þátt þriðju þáttaraðar hlaðvarpsins í dag. Þögla stereótýpan Pétur viðurkennir að hafa ekki verið duglegur að koma sér í samband við Kraft til að byrja með þrátt fyrir að þekkja til samtakanna. „Ég fattaði kannski ekki heldur að ég þurfti það.“ Eiginkona Péturs stakk svo upp á því að hann talaði við einhvern um það sem þau voru að ganga í gegnum. Hann sér í dag hversu mikilvægt það er að hlúa líka að andlegu heilsunni, einnig fyrir aðstandendur. Þetta gerði hann sjálfur með aðstoð frá Krafti. „Ég er ekkert þessi blátt áfram týpa að tala, eða ég var það ekki, ég er nú búinn að læra ýmislegt núna á þessum tíma. Að tala um tilfinningar, maður var kannski óþægilega stereótýpan af karlmanni. Maður bara heldur áfram og segir ekkert.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við tvær kröftugar konur. Hafdís Priscilla Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Hún er gift og þriggja barna móðir og segir frá sinni reynslu. Einnig er rætt við Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts en hún greindist sjálf með krabbamein aðeins fimmtán ára gömul. Klippa: Fokk ég er með krabbamein - Hvernig getur Kraftur hjálpað þér? Hnútur og spenna í líkamanum Pétur viðurkennir að hann hafi ekki verið mikið inn í þriðju vaktinni svokölluðu á heimilinu áður en Brynhildur veiktist. Það hafi því margt breyst á stuttum tíma. „Ég ákvað að nýta mér sálfræðiþjónustuna hjá Krafti,“ segir Pétur um ástæðu þess að hann leitaði til stuðningsfélagsins sem aðstandandi. „Ég mætti í fyrsta tímann og hugsaði, ég veit ekkert hvað ég er að gera hérna og af hverju ég er hérna. Það er ekkert að mér. Ég er með fjóra krakka sem ég er að reyna einhvern veginn að koma í skólann, að reyna að vinna og svo er ég einhvern veginn að reyna að púsla hinu og þessu. Bara lífið.“ Pétur hvetur aðstandendur til að leita aðstoðar og ræða við einhvern um eigin líðan.Vísir/Vilhelm Eftir tímann fékk Pétur stuðningsaðila frá Krafti. Þegar hann byrjaði að ræða við þessa aðila og svara þeirra spurningum áttaði hann sig meira á líðaninni. „Þessi hnútur í maganum, þessi spenna í líkamanum, það er kannski reiði.“ Pétur segir að öllum, sjúklingum og aðstandendum, sé mætt með fullum skilningi hjá Krafti. „Ég auðvitað beit á jaxlinn allt of lengi og fór gjörsamlega í gegnum þennan andlega vegg og bara hrundi sjálfur og vissi ekki hvernig ég átti að klæða mig í sokka einn daginn. Ég var gjörsamlega útbrenndur í hausnum.“ Hægt er að hlusta á viðtöl Sigríðar Þóru Ásgeirsdóttur þáttastjórnanda hlaðvarpsins við Pétur Helgason, Huldu Hjálmarsdóttur og Hafdísi Priscillu Magnúsdóttur í spilaranum hér ofar í fréttinni. Nánari upplýsingar um starfsemi Krafts má finna á vefnum þeirra kraftur.org.
Fokk ég er með krabbamein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31 Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01 „Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38
Kröftugar konur veittu innblástur í Hörpu Kraftur hélt í gær Kröftuga kvennastund í Silfurbergi í Hörpu þar sem yfir 130 manns komu saman og fengu kraft og innblástur frá öðrum. Markmið kvennastundarinnar var að fá konur til að deila reynslu sinni, hvaða þær sækja sinn styrk, hvernig þær hafa tekist á við áskoranir í lífinu og gefa öðrum innblástur og kraft. 22. október 2021 14:31
Gaman að geta tekið svona persónulegt verkefni á Íslandi Kraftur hefur sett í sölu nýjar Lífið er núna húfur og fékk Hulda Hjálmarsdóttir íslenskan fatahönnuð til þess að hanna húfurnar og voru þær svo prjónaðar hér á landi. 1. febrúar 2021 20:01
„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“ Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan. 24. október 2020 07:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“