Er Hailey Bieber að fara að droppa nýju snyrtivörumerki? Hún er búin að vera að teasea okkur vel á instagram síðustu vikur og höfum við spottað hana tagga merkið Rhode víðsvegar um instagram. Rhode er millinafnið hennar og virðist allt benda til þess að það sé húðumhirðu merki.
Á myndunum má sjá að áhersla merkisins sé að undirstrika nátturulegu fegurð húðarinnar og auka ljóma en Hailey birti nýlega þessar myndir af sér þar sem hún líkti húð sinni við sykurhúðaðann kleinuhring.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Hailey teasar okkur með þessari línu en förðunarfræðingurinn Nina Park frá Chanel Beauty póstaði einnig mynd af Hailey fyrr í janúar og taggar merkið Rhode á kinnbeinið hennar.
Merkið virðist falla ótrúlega vel við fyrirhafnalaust útlít Biebers en hún sést oftar en ekki skarta litlum andlitsfarða og frísklegri, ljómandi húð.
Það virðist því vera stutt í útgáfu vörumerkisins en við mælum með að forvitnir fylgi aðgangnum @rhode til að vera með þeim fyrstu til að næla sér í vörurnar. Þegar þetta er skrifað hefur merkið fengið 65.000 fylgjendur þrátt fyrir að hafa aldrei birt mynd.
Fyrsti þátturinn af nýrri þáttaröð af Snyrtiborðinu var sýndur hér á Lífinu á Vísi á miðvikudag og hefur fengið ótrúlega flottar móttökur. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan.