Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Hólmfríður Gísladóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. febrúar 2022 14:45 Mikill vatnselgur er á Sæbraut. vísir/vilhelm Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. „Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
„Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
Veður Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59 Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04