Rúmlega sjötíu þættir af hlaðvarpi Joe Rogan fjarlægðir af Spotify Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 07:31 Joe Rogan stýrir einum vinsælasta hlaðvarpsþætti heims. Getty Um sjötíu hlaðvarpsþættir Joe Rogan hafa verið fjarlægðir af Spotify. Bandarískir fjölmiðlar segja að Rogan hafi sjálfur valið að fjarlægja þættina. Forstjóri Spotify, Daniel Ek, segir í skilaboðum til starfsmanna að í umræddum þáttum hafi Rogan látið særandi orð falla sem endurspegli ekki gildi félagsins. Frá þessu segir í grein Verge, en meðal þátta sem hafa verið fjarlægðir eru þættir þar sem Amy Schumer, Marc Maron og Bill Burr eru gestir Rogans. Fyrr í vikunni var þrýst á Spotify að fjarlægja hlaðvarpið í heild sinni. Sú ákvörðun að fjarlægja þættina kemur í kjölfar þess að Rogan baðst afsökunar á að hafa ítrekað sagt „n-orðið“ í þáttum sínum. Söngkonan India Arie birti á dögunum myndband þar sem búið var að klippa saman um tuttugu skipti þar sem Rogan segir orðið í þætti sínum. „Ég veit að fyrir flestar manneskjur er ekki til það samhengi þar sem hvítur maður má segja orðið, og sérstaklega ekki á opinberum vettvangi í hlaðvarpi, og er alveg sammála því,“ sagði Rogan í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Rogan sagðist ekki hafa notað orðið í mörg ár. Ennfremur sagði hann að í myndbandinu, sem India Arie deildi, sé ekkert samhengi. Í sumum tilvikum hafi hann verið að ræða það að aðrir hafi sagt orðið, eins og grínistarnir Redd Foxx og Richard Pryor, sem báðir voru svartir. Mikið hefur gustað um Rogan og Spotify síðustu vukurnar þar sem tónlistarmenn á borð við Neil Young, Joni Mitchell og Nils Lofgren hafa öll látið fjarlægja tónlist sína af Spotify þar sem þau vilja meina að Rogan, sem er á samningi hjá Spotify, sé að dreifa samsæriskenningum og röngum upplýsingum um Covid-19. Hlaðvarp Rogans er eitt það vinsælasta í heimi. Spotify Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Frá þessu segir í grein Verge, en meðal þátta sem hafa verið fjarlægðir eru þættir þar sem Amy Schumer, Marc Maron og Bill Burr eru gestir Rogans. Fyrr í vikunni var þrýst á Spotify að fjarlægja hlaðvarpið í heild sinni. Sú ákvörðun að fjarlægja þættina kemur í kjölfar þess að Rogan baðst afsökunar á að hafa ítrekað sagt „n-orðið“ í þáttum sínum. Söngkonan India Arie birti á dögunum myndband þar sem búið var að klippa saman um tuttugu skipti þar sem Rogan segir orðið í þætti sínum. „Ég veit að fyrir flestar manneskjur er ekki til það samhengi þar sem hvítur maður má segja orðið, og sérstaklega ekki á opinberum vettvangi í hlaðvarpi, og er alveg sammála því,“ sagði Rogan í myndbandi sem hann birti á Instagram-síðu sinni á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Rogan sagðist ekki hafa notað orðið í mörg ár. Ennfremur sagði hann að í myndbandinu, sem India Arie deildi, sé ekkert samhengi. Í sumum tilvikum hafi hann verið að ræða það að aðrir hafi sagt orðið, eins og grínistarnir Redd Foxx og Richard Pryor, sem báðir voru svartir. Mikið hefur gustað um Rogan og Spotify síðustu vukurnar þar sem tónlistarmenn á borð við Neil Young, Joni Mitchell og Nils Lofgren hafa öll látið fjarlægja tónlist sína af Spotify þar sem þau vilja meina að Rogan, sem er á samningi hjá Spotify, sé að dreifa samsæriskenningum og röngum upplýsingum um Covid-19. Hlaðvarp Rogans er eitt það vinsælasta í heimi.
Spotify Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00 Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. 2. febrúar 2022 07:00
Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. 31. janúar 2022 07:29
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59