„Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2022 08:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Undirbúningurinn sem fram fór um helgina skilaði sér. Það voru allir tilbúnir og gátu brugðist við þeim verkefnum sem hafa komið upp.“ Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“ Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu um óveðrið sem er nú að mestu gengið yfir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir nokkur verkefni hafa komið upp sem búið sé að leysa, en svo hafi einnig verið nokkuð um rafmagnstruflanir sem sumar séu enn í gangi. Spáin rættist Víðir segir að veðurspáin hafi að stærstum hluta gengið eftir. „Það sem kannski hjálpaði okkur hér í höfuðborginni var að það var örlítið hlýrra þannig að það hefur gengið vel að moka. Efri byggðir og úthverfi; fólk þarf bara að meta það þar, hvort það sé óhætt að fara af stað. En það hefur gengið verl að opna aðalleiðir og stofnbrautir,“ segir Víðir, en Strætó mun svo hefja akstur um klukkan tíu. „Það er allt að fara af stað, jafnvel fyrr en við reiknuðum með,“ segir Víðir. Engar tilkynningar um meiriháttar tjón Vísir segir að ekki hafi borist fréttir af einhverju meiriháttar tjóni. Talsvert sé um fokskemmdir en ekkert stórt sem frést hefur af hingað til. „Björgunarsveitirnar voru vel mannaðar og tugir útkalla en það hefur gengið vel. Núna er veðrið að ná hámarki á Vestfjörðum og Norðurlandi og svo eru Austfirðir eftir. Það fylgdu langflestir þeim leiðbeiningum sem við vorum með. Fólk var ekkert á ferðinni og meginleiðir voru lokaðar þannig að fólk var ekkert að lenda í stórvandræðum.“ Víðir segir að þó að hvellurinn sé að mestu genginn yfir þá sé áfram von á leiðinlegu veðri. „Svo kemur suðvestanátt, hvöss og jafnvel með dimmum éljum í kjölfarið á Suðvesturlandi. Fólk þarf því að halda áfram að fylgjast með spám. Það verður því áfram röskun.“
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Veðurvaktin á Vísi: Veðurofsinn að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6. febrúar 2022 14:45