Til stóð að allt skóla- og frístundasvið lægi niðri í dag vegna veðurs en svo fór að snjókoma var ekki jafn mikil og búist var við og því mun betri færð í höfuðborgarsvæðinu.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is sagði fyrst frá. Víðir segir að von sé á tilkynningu frá almannavörum og skóla- og frístundasviði höfuðborgarsvæðisins innan skamms.
Engar viðvaranir eru nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu en appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi Vestra, Norðurlandi Eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu.
Gular veðurviðvaranir taka svo gildi á Suðvesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og Faxaflóa um miðjan daginn í dag og verða í gildi í um sólarhring.
Víða er búið að opna vegi að nýju, til dæmis Reykjanesbraut, Grindavíkurveg og veginn um Kjalarnes en enn er krapi á vegunum. Þá er unnið að mokstri milli Hveragerðis og Selfoss.
Þá byrjar Strætó að ganga upp úr klukkan tíu á höfuðborgarsvæðinu.