Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 07:01 Felix Bergsson Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri íslenska Eurovisionhópsins hefur fengið skammir frá spænskum Eurovisionaðdáendum. Vísir/Kolbeinn Tumi Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar. Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“ Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
Mikil reiði hefur ríkt meðal spænsku þjóðarinnar undanfarna daga eftir að framlag Spánverja til Eurovision var valið um þarsíðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu en fimm manna dómnefnd sérfræðinga kaus annað lag, sem bar sigur úr bítum. Spænska þjóðin hefur verið svo reið dómnefndinni, síðan niðurstöðurnar lágu fyrir, að nefndarmiðlimum hafa borist líflátshótanir. Felix Bergsson sat í dómnefndinni ásamt þremur spænskum konum og austurrískum karlmanni og segist hann hafa fengið fjölda skilaboða frá öskuillum spænskum Eurovisionaðdáendum undanfarna daga. „Það kom nóg af þeim. Ég var ekki að fá líflátshótanir en óskir um að ég sé ekkert að koma aftur til Spánar í bili. Aðdáendurnir voru mjög heitir, sem skiljanlegt er,“ segir Felix í samtali við fréttastofu. „Fólk er reitt yfir þessu og lætur að í ljós, sem er bara frábært, fólki er frjálst að gera það. Ég er alveg rólegur yfir þessu en þetta var óvenjulega mikið. Það var mikill hiti í þessu, suðrænn hiti,“ segir hann og segir spænska aðdáendur hafa sent sér skilaboð með öllum leiðum, til dæmis á Instagram og Twitter. Val dómnefndarinnar vó fimmtíu prósent Reiði spænsku þjóðarinnar útskýrist af því að galisíska sveitin Tanxugueiras með lagið Terra hlaut rúm 70 prósent atkvæða í símakosningu en söngkonan Chanel með lagið SloMo hlaut aðeins fjögur prósent atkvæða spænsku þjóðarinnar. Atkvæði dómnefndarinnar vó þó svo mikið að Chanel bar sigur úr bítum. Atkvæði dómnefndarinnar fyrir Chanel vó því þyngra en 200 þúsund atkvæði spænsku þjóðarinnar fyrir Tanxugueiras. Felix segist ekki vita hvers vegna atkvæði nefndarinnar vó svona þungt. „Þú verður að spyrja einhvern annan en mig að því en dómnefndin hafði fimmtíu prósent vægi,“ segir Felix. Langverst fyrir spænsku nefndarmeðlimina Fram kemur í frétt Vísis um málið frá því um helgina að spænsk kona sem sat í dómnefndinni hafi verið sökuð um að vera góðvinkona Chanel og að börnum hennar hafi borist líflátshótanir. Svo mikill hiti sé meðal spænsku þjóðarinnar að spænskir stjórnmálaleiðtogar hafi blandað sér í málið og spænska ríkisútvarpið þurft að boða til blaðamannafundar vegna málsins. „Ég hef nú ekki heyrt í spænsku meðlimunum, ég held að þetta sé langverst fyrir þær þrjár. Ég er í sambandi við austurríska nefndarmiðliminn og hann er rólegur. Við erum bara rólegir yfir þessu en það er alltaf mikill hiti og þetta er fyrsta skiptið sem Spánverjarnir voru að gera þetta. Þess vegna var þetta svona mikið mál.“
Eurovision Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira