Samfélagsmiðlastjörnur keppast um að endurskapa förðun og útlit persónanna úr þáttunum og unglingar grínast með það að fara klædd í skólann eins og fólkið í þáttunum.
Þættirnir eru um hóp ungmenna sem eru að upplifa ástina, samfélagsmiðla og peninga en eiga einnig við fíkniefnaog heilsu vandamál að stríða. Nýlega var staðfest að HBO þættirnir munu fá aðra seríu og verður það sú þriðja.
Zendaya hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í þáttunum þar sem hún fer með hlutverk Rue og hlaut hún meðal annars Emmy verðlaun fyrir frammistöðu sína í fyrstu seríunni. Fleiri stjörnur sem hafa komið fram í gegnum þættina eru Sydney Sweeney og Jacob Elordi.
Það er hægt að sjá Jacob í The Kissing Booth bíómyndunum og hana meðal annars í The White Lotus og The Handmaid's Tale. Jacob og Zendaya voru par í raunheiminum þegar þættirnir fóru fyrst í loftið en eru ekki lengur saman í dag.
![](https://www.visir.is/i/49FA7894A8484DBDCB00F18A797EEAF9272D4E4A404D69F827479234B3F3BB69_713x0.jpg)
Leikararnir Hunter Schafer og Dominic Fike hafa einnig verið mikið í sviðsljósinu því aðdáendur þeirra voru lengi sannfærðir um að þau ættu í ástarsambandi sem þau staðfestu á dögunum.
![](https://www.visir.is/i/7DF809CC84522AB8AB7553F19444D2EBF3AB9F8C15402446D4C423D14E4A1191_713x0.jpg)