„Ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til ráðherra á næstu dögum. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun ekki leggja til að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt nú í vikunni en boðar þó tillögur að afléttingum í minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum, fyrr en áætlað var. Hann metur stöðu faraldursins nokkuð góða. 1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira