Ekki útilokað að delta eigi eftir að snúa vörn í sókn Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2022 14:36 1.294 einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Ef ómíkron útrýmir ekki fyrri afbrigðum kórónuveirunnar er ekki útilokað að fyrri afbrigði eða afkomendur nái yfirhöndinni á ný. „Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Slík upprisa frá (næstum) dauðum er möguleg, svo lengi sem smittíðni helst há, og delta og aðrar gerðir viðhaldast á heimsvísu,“ segir í svari Arnars Pálssonar erfðafræðings og prófessors í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands sem birtist á Vísindavefnum. Gögn sýna að ómíkron er meira smitandi og valdi almennt vægari veikindum en fyrri afbrigði á borð við alfa, beta og delta. Yfirráð ómíkron hér á landi og víða um heim hafa leitt til þess að hlutfallsleg tíðni alvarlegra veikinda af völdum Covid-19 hefur minnkað. Í ljósi þessa hafa stjórnvöld víða byrjað að aflétta takmörkunum þrátt fyrir mikinn fjölda smitaðra. Tíðni greindra afbrigða kórónuveirunnar í Norður-Ameríku frá febrúar 2021 til janúar 2022.Vísindavefur/nextstrain.org Að sögn Arnars er smithæfni veiru bæði háð innri þáttum hennar og umhverfinu sem hún er í. „Hlutfallslega meiri hæfni ómíkron gagnavart delta er augljós í umhverfinu sem nú blasir við. En vera kann að við aðrar aðstæður væri hæfnimunurinn á milli þeirra minni, delta hæfari, eða jafnvel eitthvað þriðja afbrigði hæfast.“ Margt sem hefur áhrif Arnar segir að ýmsir innri þættir leiði til þess að ný veiruafbrigði nái yfirhöndinni. Þar á meðal aukin geta til fjölgunar þar sem fleiri veiruagnir myndist á dag, aukin smithæfni, til dæmis þegar veira smitar fleiri frumur eða vissa aldurshópa betur, breytt ytra byrði þannig að mótefni bindist síður, betri leiðir til að snúa á aðra þætti ónæmiskerfisins, og svo mætti lengi telja. Allir þessir þættir leggi lóð sitt á vogarskálarnar en það fari eftir vægi þeirra hvernig þeir leggist saman eða margfaldist. Delta enn á flandri „Besta leiðin til að meta mun á hæfni er þegar tvær eða fleiri gerðir keppa og allar ytri aðstæður eru eins. Ef ein gerðin nær stærri og stærri hlutdeild, er líklegast að það sé vegna þess að hún sé hæfari. Þetta hefur gerst að minnsta kosti tvisvar sinnum í COVID-faraldrinum. Fyrst árið 2021 þegar delta varð algengasta gerðin og nú þegar ómíkron er að ná yfirhöndinni,“ segir í svari hans á Vísindavefnum. Gögn frá Íslandi og Bandaríkjunum sýna að tíðni ómíkron er nú margfalt hærri en í tilviki delta og hefur staðan nú verið þannig í nokkurn tíma. „Það þýðir samt ekki að delta hafi verið útrýmt. Það afbrigði kann enn að vera á flandri í Bandaríkjunum rétt eins og hér, en bara í mun lægri tíðni en fyrr,“ segir Arnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira