Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 19:10 Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“ Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Veðurstofan lýsti yfir óvissustigi á öllum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu í morgun. Hættustigi var jafnframt lýst yfir á Ísafirði, þar sem reitur 9 undir Steiniðjugili var rýmdur en rýmingunni var aflétt síðdegis í dag. Rýmingarsvæðið á Ísafirði.Ragnar Visage Allmörg snjóflóð hafa fallið á norðanverðum Vestfjörðum síðustu daga. Síðast í morgun féll snjóflóð fyrir ofan rýmingarsvæðið á Ísafirði og þá var tilkynnt um flóð yfir veg í Önundarfirði í dag. Ekki er nú talinn nægur snjór í fleiri flóð sem ógnað geta húsum á svæðinu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa. Ragnar Visage Á Patreksfirði var einnig lýst yfir hættustigi eftir að snjóflóð féllu á varnargarða í nótt. Átta íbúðarhús í rýmingarreit 4 voru rýmd með skömmum fyrirvara í morgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ segir Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Hólum 18. Það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið, rýmingin hafi komið flatt upp á fjölskylduna. „Kolófært í öllum bænum“ Ekki hafa fleiri snjóflóð fallið við bæinn í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Varnargarður ver hluta rýmingarreitsins en framkvæmdir eru hafnar við garð sem á að verja svæðið sem var rýmt. Fjölskyldan, alls fimm manns, dvelur nú í íbúð á öruggari stað í bænum. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hún segir samfélagið á Patreksfirði hálflamað í vetrarríkinu. „Það er alveg gífurlega mikill snjór núna. Og það er alveg kolófært í öllum bænum. Björgunarsveitin er að ná í börnin fyrir okkur í skóla og í leikskóla. Starfsmenn fara bara með björgunarsveitinni, sem betur fer er björgunarsveitin hérna bara æðisleg,“ segir Kittý. Hún man vart eftir öðru eins veðri. „Ég hef samt ekki séð svona vont veður núna í nokkur ár og ekki þannig að það er allt ófært. Það er varla hægt að keyra göturnar hérna og bílarnir hafa ekki undan við að moka. Þannig að þetta er með því versta sem ég hef séð, allavega í sjö, átta ár.“
Vesturbyggð Ísafjarðarbær Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00 Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19 Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Hættustig á Ísafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Vestfirði. Snjóað hefur á svæðinu í norðlægum og austlægum áttum síðan um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. 8. febrúar 2022 10:00
Vara við snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni snjóflóðahættu á Vestfjörðum og Tröllaskaga þar sem allmörg snjóflóð hafa fallið undanfarna daga. 6. febrúar 2022 12:19
Vetrarfærð víða og lokað á Hellisheiði og í Þrengslum Vetrarfærð er um allt allt land og víða ófært á vegum. Ákveðið var að loka veginum frá Rauðavatni til Hveragerðis rétt fyrir klukkan fjögur í morgun. Hellisheiðinni var lokað í óveðrinu í fyrrinótt og ekki stóð til að opna hana fyrr en í dag. 8. febrúar 2022 06:37