Arnar Daði: Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2022 23:46 Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, leið hræðilega eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk leik Fram og Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. Fram sigraði leikinn 29-27, en hann var æsispennandi á lokakaflanum. Með tapinu færist Grótta enn fjær frá sæti í úrslitakeppninni, en þetta var gullið tækifæri fyrir þá til að nálgast það sæti. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu leið hræðilega eftir leik sinna manna í kvöld. „Bara eitthvað sem er hræðilegt sko. Veit ekki hvaða lýsingarorð ég get komið með. Tilfinningin er ömurleg sko“. Klikk úr dauðafærum í fyrri hálfleik voru dýrkeypt fyrir leikmenn Gróttu í kvöld. „Ég held að það hafi séð allir sem voru á vellinum að færa nýtingin í fyrri hálfleik bara fór með þennan leik sko. Ég ætla ekki að segja að við vorum frábærir í fyrri hálfleik, við vorum ömurlegir en gerðum samt allt sem við þurftum nema að skora úr þessum dauðafærum. Ég held við klikkum hátt í átta dauðafærum. Á meðan þeir eru bara í basli að skora, eru að skora fyrir utan og Einar Baldvin (markvörður Gróttu) klukkaði ekki nægilega marga bolta og vörnin átti aðeins inni. En þú veist ég veit ekki hversu oft hendin fór upp hjá þeim og svo voru þeir náttúrulega að skora eitt til tvö hraðaupphlaupsmörk eftir að við klikkum dauðafærum. Færanýtingin í fyrri hálfleik fór bara algjörlega með þetta.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með frammistöðu sinna leikmanna eftir leik hafði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Nei, bara als ekki. Handbolti snýst um að skora mörk til dæmis. Það verður hræðilegt að klippa þennan leik. Maður getur undirbúið liðið, sko ég veit ekki hvað mikið og séð hvar Framararnir eru veikir en þegar menn geta ekki skorað síðan úr dauðafærum þá snýst þetta um eitthvað allt annað. Ég veit ekki af hverju, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram) var bara frábær. En hann er að koma hérna inn eftir hálft ár í meiðslum. Þetta er alveg gjörsamlega með ólíkindum hvernig hann gat bara slátrað okkar mönnum í dauðafærum. Það verður hræðilegt að fara sofa í kvöld, ég skal bara segja þér það. Þetta var algjör úrslita leikur fyrir okkur og að tapa tvívegis á móti Fram með einu marki og svo tveimur, þetta verða tveir leikir sem við munum kíkja á þega tímabilinu lýkur“. Grótta átti að leika við Aftureldingu um komandi helgi, en Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tilkynnti í viðtalinu að þeim leik hefur verið frestað. Arnari Daða Arnarssyni er ekki skemmt hvað faraldurinn er að hafa slæm áhrif á sitt lið. „Það er bara sagan endalausa. Ég fékk símtal fyrir leik, að þeim leik verður frestað. Þannig að þetta er sjötti leikurinn okkar sem frestast á tímabilinu. Þetta er náttúrulega gjörsamlega óþolandi og ég bara sárvorkenni mínum strákum að þurfa að vera í þessu helvíti. Þetta eru strákar sem eru að fá klink og aura fyrir þetta, að djöflast og æfa allt helvítis árið og riðlar hverju vikuplaninu á fætur öðru. Ég veit ekki hvenær næsti leikur verður, þetta er bara hundleiðinlegt“.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 29-27 | Heimamenn tóku mikilvæg stig á lokamínútunum Í kvöld fór fram frestaður leikur Fram og Gróttu í Olís-deildar karla í Framhúsinu í Safamýrinni. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðastliðinn laugardag. Lauk leiknum í kvöld með sigri naumum sigri heimamanna í Fram, lokatölur 29-27. 8. febrúar 2022 21:51