Rooney skipti um takka til að meiða en Eiður þurfti ekkert að óttast Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Wayne Rooney og John Terry háðu marga hildi á vellinum en voru líka samherjar í enska landsliðinu. Getty/Tom Purslow Enska knattspyrnusambandið hefur nú sett sig í samband við Wayne Rooney til að fá nánari skýringar á ummælum hans í nýlegu viðtali þar sem hann sagðist hafa reynt að meiða leikmenn Chelsea. Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001. Enski boltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Rooney, sem í dag er að gera fína hluti sem knattspyrnustjóri Derby, sagðist hafa notað stáltakka í leik með Manchester United gegn Chelsea árið 2006, því hann „vildi meiða einhvern“. United tapaði leiknum 3-0 og Chelsea varð Englandsmeistari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea í þessum leik og slapp því við að mæta Rooney í miklum vígahug. Lét Terry fagna titlinum á hækjum „Við vissum að ef að Chelsea myndi vinna þá yrði liðið Englandsmeistari þann dag,“ sagði Rooney í viðtali við Sky Sports. „Alveg fram að síðasta leik ferilsins, með Derby, þá notaði ég alltaf plasttakka með málmenda. En fyrir þennan leik þá skipti ég yfir í stóra, langa málmtakka – eins langa og leyfilegt var, því ég vildi reyna að meiða einhvern,“ sagði Rooney. „Ég vissi að þeir myndu vinna leikinn. Maður fann að þeir voru betra lið á þessum tíma svo ég skipti um takka. Takkarnir voru löglegir en ég vissi að ef ég færi í tæklingu þá vildi ég gera það almennilega. Og það gerði ég líka,“ sagði Rooney sem lét skapið bitna á John Terry, sem gantaðist með málið á Twitter: @WayneRooney is this when you left your stud in my foot? https://t.co/sSJH7AwCTK— John Terry (@JohnTerry26) February 7, 2022 „John Terry yfirgaf leikvanginn á hækjum. Ég skildi eftir holu í fætinum hans og svo skrifaði ég á treyjuna mína til hans eftir leikinn… og nokkrum vikum síðar sendi ég hana til hans og bað um að fá takkann aftur. Ef maður horfir aftur á það þegar þeir voru að fagna þá er JT þarna á hækjum eftir þessa tæklingu,“ sagði Rooney. BBC bendir á að Rooney geti átt yfir höfði sér refsingu og nefnir sem dæmi að Roy Keane hafi fengið bann og sekt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa sagt frá því í sjálfsævisögu að hann hefði vísvitandi meitt Alf Einge Haaland, miðjumann Manchester City og föður Erlings Haaland, í apríl 2001.
Enski boltinn Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti