Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2022 14:24 Kittý Arnars Árnadóttir og afrakstur dagsins. Samsett Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Þegar Vísir náði aftur af henni tali á öðrum tímanum í dag var fjölskyldan önnum kafin við að grafa sér leið að húsinu. „Við erum að moka okkur inn núna. Það var aflétt upp úr klukkan tíu í morgun og þetta gengur bara ágætlega. Við erum enn að en þetta var líka orðið svolítið hart út af frostinu svo það er aðeins erfiðara að moka,“ segir Kittý. Varla séð annað eins „Þetta er með stærsta vetrarríki sem ég hef séð hingað til á þessum tíu árum sem ég er búin að búa hérna. Þetta er rosalega mikill snjór ef ég á að segja eins og er.“ Þá vill Kittý hrósa því góða fólki sem hefur verið önnum kafin við að moka um allan bæ ásamt björgunarsveitarfólki og fulltrúum Rauða krossins. Snjórinn umlykur húsið.Aðsend Rýma þurfti átta íbúðarhús á rýmingarreit fjögur í Patreksfirði í gærmorgun, þar á meðal hús fjölskyldunnar á Hólum 18. Fimm manna fjölskyldan dvaldi í íbúð á öruggari stað í bænum á meðan rýmingin var í gildi. Nokkur ár eru síðan Kittý og fjölskylda sættu síðast rýmingu vegna snjóflóðahættu en þá voru þau nokkra daga í burtu. Hólar 18, þar sem Kittý og fjölskylda búa.Ragnar Visage Kittý sagði í samtali við fréttastofu í gær að samfélagið á Patreksfirði væri hálflamað í vetrarríkinu. Kolófært væri í öllum bænum og björgunarsveitin sæi um að flytja starfsmenn og börn heim úr grunnskóla og leikskóla. Í gær ríkti mikil óvíssa um það hvenær fjölskyldan fengi að snúa aftur heim. „Við fengum símhringingu frá lögreglunni yfir því að við ættum að rýma, þá var tekið það næsta við hendi og sett í poka eða tösku og svo reynt að drífa sig eins fljótt út og maður kemst. Þetta eru rosalega óþægilegar aðstæður, sérstaklega líka þegar þú ert með börn. Þú veist ekki neitt. Eins og núna. Það eru allir að spyrja, hvenær förum við heim? Við vitum það ekki,“ sagði Kittý Arnars í gær. Hún bætti við að það hafi komið henni mjög á óvart að þurfa að yfirgefa heimilið. Kittý segir að núna séu öll ökutæki og lausar hendur notaðar til að ryðja bæinn. Hún á von á því að lífið þar verði fljótlega komið í samt horf.
Almannavarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10 Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9. febrúar 2022 10:10
Fékk óvænt símtal frá lögreglu í morgun Íbúi á Patreksfirði sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í skyndi vegna snjóflóðahættu í morgun segir bæinn hálflamaðan. Björgunarsveitir aka börnum í skóla og framlínustarfsfólki til vinnu. Hún man vart eftir öðru eins veðri en hættustig er enn í gildi á Patreksfirði. 8. febrúar 2022 19:10