Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik, en enn var allt jafnt í stöðunni 7-7. Þá settu heimamenn í GOG í annan gír og keyrðu yfir gestina. Þeir náðu mest niu marka forystu í fyrri hálfleik og staðan var 24-16 þegar gengið var til búningsherbergja.
Viktor og félagar gátu því leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik, en þrátt fyrir það jók liðið forystu sína lítillega. GOG vann að lokum afar öruggan 14 marka sigur, 45-31.
Viktor Gísli Hallgrímsson var með 20 varin skot í marki GOG sem gerir nákvæmlega 40 prósent markvörslu. Hann og félagar hans sitja sem fyrr á toppi deildarinnar með 37 stig eftir 19 leiki, en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Skive situr hins vegar sem fastast á botninum með átta stig.