Öryggismál heimilisins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 10. febrúar 2022 07:30 Heimilið er að vissu leyti eins og fyrirtæki. Það þarf skipulag og ramma utan um reksturinn, ef svo má segja. Við þurfum að sinna þrifum, tiltekt, innkaupum og þar sem margir eru í fjölskyldu eru mismunandi plön sem þarf að samræma. Nauðsynlegt er að huga vel að öryggismálum fyrirtækja og það sama á við um heimilið. Brunavarnir á heimilinu Eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins er án efa reykskynjarinn sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og bjargað mannslífum. Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum og herbergjum, að minnsta kosti þar sem raftæki eru. Þó er ekki nóg að hafa bara reykskynjara heldur þarf hann að vera virkur. Mikilvægt er að prófa reykskynjara reglulega, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að gera það með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum og ef hann gefur frá sér hljóð er hann virkur. Skipta þarf um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er gott að miða við tiltekna dagsetningu eins og til dæmis 1. desember sem er dagur reykskynjarans. Handslökkvitæki ættu að vera til á hverju heimili og huga þarf vel að staðsetningu þeirra. Skynsamlegt er að hafa slökkvitæki þar sem fólk á leið um, til dæmis nálægt útgangi til að stuðla að því að flóttaleið sé greið. Eldvarnateppi eru einnig mikilvægur öryggisbúnaður, auðveld í meðförum og henta vel til þess að slökkva eld í smærri hlutum sem hægt er að hjúpa inn í teppið. Eldvarnateppin ættu að vera í eldhúsi, sýnileg á vegg og nálægt eldhúsdyrum. Þau koma ekki í staðinn fyrir slökkvitæki en eru nauðsynleg viðbót til að hafa eldvarnir í lagi. Yfirfara þarf slökkvitæki reglulega og kanna þrýstinginn sem sjá má ofarlega á tækinu. Helstu gerðir handslökkvitækja eru dufttæki, léttvatnstæki og kolsýrutæki. Halda skal slökkvitækinu uppréttu og beina efninu með jafnri hliðarhreyfingu að rótum eldsins. Ef eldur uppgötvast tímanlega er oft hægt að slökkva hann með handslökkvitæki eða eldvarnateppi en tryggja þarf að flóttaleið sé greið og ekki taka óþarfa áhættu. Ef umfang eldsins er of mikið þarf að huga að eigin öryggi og annarra, forða sér og hringja á hjálp. Hafa þarf í huga að reykur getur verið mjög skaðlegur og flestir sem látast í eldsvoða látast af völdum reykeitrunar. Mannslíf þarf því alltaf að setja í forgang umfram eigur. Gott er að vera búin að leiða að því hugann hvernig bregðast skal við ef upp kemur eldur og hafa þá neyðaráætlun um hvernig komast skal út og hvar skal safnast saman í kjölfarið. Vatnstjón ein algengustu tjónin Skemmdir á heimilum í kjölfar vatnsleka eru ein algengustu tjónin hér á landi. Mörg tjón verða vegna skorts á viðhaldi eða vegna þess að rör ryðga í sundur og þá oft inni á baði eða í eldhúsi. Endurnýja þarf búnað reglulega og fá fagaðila til að sjá um uppsetningu og frágang. Reynslan sýnir að yfirfara þarf lagnir og tengingar, til dæmis undir bað- og eldhúsvöskum, á um það bil tíu ára fresti. Einnig hafa þvottavélar sem lyft er frá gólfi stundum fallið úr innréttingunni niður á gólf þegar þær eru í gangi með tilheyrandi raski. Mikilvægt er að festa þvottavélina með einhverjum hætti eða setja til dæmis þil fyrir framan til að halda þvottavélinni á sínum stað. Þegar kemur að vatnstjónum er mikilvægt að vita hvar á að skrúfa fyrir heitt og kalt vatn. Fyrstu viðbrögð geta haft mikið að segja. Gott er að merkja kranana heitt og kalt svo auðvelt sé að finna þá þegar á reynir en hægt er að fá merkimiða hjá Sjóvá. Einnig þarf aðgengi að vatnsinntaki að vera greitt svo auðvelt sé að komast að krönunum til að skrúfa fyrir. Algengt er að ýmis heimilistæki séu tengd beint við vatn eins og til dæmis ísskápar með klakavélum, uppþvottavélar og kaffivélar. Ef tæki eða tengingar gefa sig þá er hætta á að vatn renni óhindrað á gólfefni og sökkla innréttinga. Vatnsskynjari er sniðugt öryggistæki sem gefur frá sér hljóð ef vatn fer undir hann og það er líka hægt að tengja hann beint við öryggiskerfi hússins. Til viðbótar er hægt að setja öryggisloka á vatnslagnir sem lágmarka líkur á vatnstjóni. Hreinsum niðurföllin Niðurföll þarf að hreinsa reglulega, bæði innan- og utandyra. Í þau safnast óhreinindi sem geta smám saman stíflað niðurföllin. Gott er að hreinsa gólfniðurföll í baði og sturtu reglulega og í þvottahúsi. Utandyra þarf að hreinsa rennur og niðurföll við hús þannig að þau taki vel við vatni, sérstaklega yfir veturinn. Við búum við fjölbreytt veðurfar hér á landi og þekkjum öll hve skjótt veður skipast. Þá geta klaki og snjór bráðnað hratt ef snögghitnar í veðri og í vætutíð getur flætt hressilega í niðurföllin. Mikilvægt er þá að vera búin að hreinsa burt lauf og drullu eða klaka sem getur stíflað niðurfallið. Sprungur í útveggjum og lélegt ástand glugga, dyra og/eða þakkanta geta líka leitt til þess að vatn eigi greiða leið inn í húsið og því er gott að skoða reglulega húsið að utan til að kanna hvort þörf sé á viðhaldi og úrbótum. Að lokum er gott að láta lofta vel um, sér í lagi þar sem vatnsnotkun er mikil eins og á baðherbergi, þvottahúsi og eldhúsi. Æskilegt rakastig innandyra er 30-50% en of hátt eða lágt rakastig getur haft slæm áhrif á híbýli. Flest slys í heimahúsum Algengasta orsök slysa í frítíma er við heimilisstörf og flest slys á börnum verða í heimahúsum. Því er mikilvægt að huga að forvörnum á heimilinu. Á námskeiðinu Vertu skrefi á undan sem ætlað er foreldrum um slysavarnir barna hjá Miðstöð slysavarna barna, er farið yfir gátlista um öryggi barna á heimilinu. Fjallað er um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum. Mælt er með að amma og afi skoði líka sitt heimili út frá gátlistanum. Öruggt umhverfi og eftirlit foreldra dregur mjög úr líkum á slysum fyrstu æviárin. Til þess að fyrirbyggja slys þurfa foreldrar og aðrir sem sinna börnunum að huga vel að umhverfi barnsins og þroska á hverju aldursskeiði fyrir sig. Þegar kemur að heimilinu þarf að skoða íverustaði heimilisins með gagnrýnum huga og þá er gott að hafa gátlistann til hliðsjónar til að kanna hvort eitthvað megi betur fara. Hversdagslegir hlutir geta reynst hættulegir í meðförum barna á mismunandi þroskastigum. Best er því að freista þess að koma í veg fyrir slys með því að huga að forvörnum í tíma. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Heimilið er að vissu leyti eins og fyrirtæki. Það þarf skipulag og ramma utan um reksturinn, ef svo má segja. Við þurfum að sinna þrifum, tiltekt, innkaupum og þar sem margir eru í fjölskyldu eru mismunandi plön sem þarf að samræma. Nauðsynlegt er að huga vel að öryggismálum fyrirtækja og það sama á við um heimilið. Brunavarnir á heimilinu Eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins er án efa reykskynjarinn sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og bjargað mannslífum. Best er að hafa reykskynjara í öllum rýmum og herbergjum, að minnsta kosti þar sem raftæki eru. Þó er ekki nóg að hafa bara reykskynjara heldur þarf hann að vera virkur. Mikilvægt er að prófa reykskynjara reglulega, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að gera það með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum og ef hann gefur frá sér hljóð er hann virkur. Skipta þarf um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og þá er gott að miða við tiltekna dagsetningu eins og til dæmis 1. desember sem er dagur reykskynjarans. Handslökkvitæki ættu að vera til á hverju heimili og huga þarf vel að staðsetningu þeirra. Skynsamlegt er að hafa slökkvitæki þar sem fólk á leið um, til dæmis nálægt útgangi til að stuðla að því að flóttaleið sé greið. Eldvarnateppi eru einnig mikilvægur öryggisbúnaður, auðveld í meðförum og henta vel til þess að slökkva eld í smærri hlutum sem hægt er að hjúpa inn í teppið. Eldvarnateppin ættu að vera í eldhúsi, sýnileg á vegg og nálægt eldhúsdyrum. Þau koma ekki í staðinn fyrir slökkvitæki en eru nauðsynleg viðbót til að hafa eldvarnir í lagi. Yfirfara þarf slökkvitæki reglulega og kanna þrýstinginn sem sjá má ofarlega á tækinu. Helstu gerðir handslökkvitækja eru dufttæki, léttvatnstæki og kolsýrutæki. Halda skal slökkvitækinu uppréttu og beina efninu með jafnri hliðarhreyfingu að rótum eldsins. Ef eldur uppgötvast tímanlega er oft hægt að slökkva hann með handslökkvitæki eða eldvarnateppi en tryggja þarf að flóttaleið sé greið og ekki taka óþarfa áhættu. Ef umfang eldsins er of mikið þarf að huga að eigin öryggi og annarra, forða sér og hringja á hjálp. Hafa þarf í huga að reykur getur verið mjög skaðlegur og flestir sem látast í eldsvoða látast af völdum reykeitrunar. Mannslíf þarf því alltaf að setja í forgang umfram eigur. Gott er að vera búin að leiða að því hugann hvernig bregðast skal við ef upp kemur eldur og hafa þá neyðaráætlun um hvernig komast skal út og hvar skal safnast saman í kjölfarið. Vatnstjón ein algengustu tjónin Skemmdir á heimilum í kjölfar vatnsleka eru ein algengustu tjónin hér á landi. Mörg tjón verða vegna skorts á viðhaldi eða vegna þess að rör ryðga í sundur og þá oft inni á baði eða í eldhúsi. Endurnýja þarf búnað reglulega og fá fagaðila til að sjá um uppsetningu og frágang. Reynslan sýnir að yfirfara þarf lagnir og tengingar, til dæmis undir bað- og eldhúsvöskum, á um það bil tíu ára fresti. Einnig hafa þvottavélar sem lyft er frá gólfi stundum fallið úr innréttingunni niður á gólf þegar þær eru í gangi með tilheyrandi raski. Mikilvægt er að festa þvottavélina með einhverjum hætti eða setja til dæmis þil fyrir framan til að halda þvottavélinni á sínum stað. Þegar kemur að vatnstjónum er mikilvægt að vita hvar á að skrúfa fyrir heitt og kalt vatn. Fyrstu viðbrögð geta haft mikið að segja. Gott er að merkja kranana heitt og kalt svo auðvelt sé að finna þá þegar á reynir en hægt er að fá merkimiða hjá Sjóvá. Einnig þarf aðgengi að vatnsinntaki að vera greitt svo auðvelt sé að komast að krönunum til að skrúfa fyrir. Algengt er að ýmis heimilistæki séu tengd beint við vatn eins og til dæmis ísskápar með klakavélum, uppþvottavélar og kaffivélar. Ef tæki eða tengingar gefa sig þá er hætta á að vatn renni óhindrað á gólfefni og sökkla innréttinga. Vatnsskynjari er sniðugt öryggistæki sem gefur frá sér hljóð ef vatn fer undir hann og það er líka hægt að tengja hann beint við öryggiskerfi hússins. Til viðbótar er hægt að setja öryggisloka á vatnslagnir sem lágmarka líkur á vatnstjóni. Hreinsum niðurföllin Niðurföll þarf að hreinsa reglulega, bæði innan- og utandyra. Í þau safnast óhreinindi sem geta smám saman stíflað niðurföllin. Gott er að hreinsa gólfniðurföll í baði og sturtu reglulega og í þvottahúsi. Utandyra þarf að hreinsa rennur og niðurföll við hús þannig að þau taki vel við vatni, sérstaklega yfir veturinn. Við búum við fjölbreytt veðurfar hér á landi og þekkjum öll hve skjótt veður skipast. Þá geta klaki og snjór bráðnað hratt ef snögghitnar í veðri og í vætutíð getur flætt hressilega í niðurföllin. Mikilvægt er þá að vera búin að hreinsa burt lauf og drullu eða klaka sem getur stíflað niðurfallið. Sprungur í útveggjum og lélegt ástand glugga, dyra og/eða þakkanta geta líka leitt til þess að vatn eigi greiða leið inn í húsið og því er gott að skoða reglulega húsið að utan til að kanna hvort þörf sé á viðhaldi og úrbótum. Að lokum er gott að láta lofta vel um, sér í lagi þar sem vatnsnotkun er mikil eins og á baðherbergi, þvottahúsi og eldhúsi. Æskilegt rakastig innandyra er 30-50% en of hátt eða lágt rakastig getur haft slæm áhrif á híbýli. Flest slys í heimahúsum Algengasta orsök slysa í frítíma er við heimilisstörf og flest slys á börnum verða í heimahúsum. Því er mikilvægt að huga að forvörnum á heimilinu. Á námskeiðinu Vertu skrefi á undan sem ætlað er foreldrum um slysavarnir barna hjá Miðstöð slysavarna barna, er farið yfir gátlista um öryggi barna á heimilinu. Fjallað er um hvernig tryggja megi öryggi barna á heimilum og í bílum. Mælt er með að amma og afi skoði líka sitt heimili út frá gátlistanum. Öruggt umhverfi og eftirlit foreldra dregur mjög úr líkum á slysum fyrstu æviárin. Til þess að fyrirbyggja slys þurfa foreldrar og aðrir sem sinna börnunum að huga vel að umhverfi barnsins og þroska á hverju aldursskeiði fyrir sig. Þegar kemur að heimilinu þarf að skoða íverustaði heimilisins með gagnrýnum huga og þá er gott að hafa gátlistann til hliðsjónar til að kanna hvort eitthvað megi betur fara. Hversdagslegir hlutir geta reynst hættulegir í meðförum barna á mismunandi þroskastigum. Best er því að freista þess að koma í veg fyrir slys með því að huga að forvörnum í tíma. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun