Hætti við pílu og tölvuleik með vinunum sem trúðu ekki ástæðunni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 13:01 Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon áttu sinn þátt í að Íslendingar fögnuðu stórsigri gegn Svartfjallalandi sem minnstu munaði að dygði liðinu til að komast í undanúrslit á EM. Getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon lýstu því með bráðskemmtilegum hætti í Seinni bylgjunni í gærkvöld hvernig það var að vera allt í einu kallaðir út á sjálft Evrópumótið í handbolta í síðasta mánuði. Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Þráinn leikur með Haukum og Magnús Óli með Val. Þeir voru staddir heima á Íslandi og hvorugur gerði sér neinar væntingar um að taka þátt á EM þegar kallið barst frá Búdapest, vegna kórónuveirusmita í íslenska hópnum. „Ég sit þarna og er að tala við kærustuna mína og svo byrjar síminn að titra, og ég „ghosta“ það nú til að byrja með,“ segir Þráinn Orri sem á endanum hringdi þó til baka og fékk að vita að krafta hans væri óskað í íslenska landsliðinu, sem hann hafði aldrei spilað fyrir áður. „Þeir bara trúðu þessi ekki“ „En vandamálið var að ég var búinn að plana að fara með félögum mínum af Seltjarnarnesinu í Bullseye í pílu og svo í Counter-Strike-lan í Arena seinna um kvöldið,“ segir Þráinn Orri sem skellti sér beint í sýnatöku, en náði að koma við hjá félögunum um kvöldið og segja þeim góðu fréttirnar: „Þeir bara trúðu þessi ekki – alveg eins og ég og allir aðrir sem ég talaði við. Það liðu átta tímar frá símtali og þar til að ég var farinn út,“ segir Þráinn sem stóð sig með prýði á mótinu þar til að hann varð fyrir því óláni að meiðast. Klippa: Seinni bylgjan - Þráinn og Magnús ruku út á EM „Hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig“ Magnús Óli var hluti af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi fyrir ári síðan en átti alls ekki von á að fá símtal frá Guðmundi Guðmundssyni á miðju Evrópumóti: „Ég var bara í vinnunni. Sat í tölvunni og sá allt í einu frétt á Vísi um að það væru þrír leikmenn smitaðir; Bjöggi, Óli og Gísli Þorgeir. Ég hugsaði bara: „Hvar endar þetta? Hverjir verða næstir og hvað verður gert ef fleiri smitast?“ Fimm mínútum seinna hringir síminn: „Blessaður, þetta er Gummi hérna. Hefurðu tök á því að koma út?“ Já, ekkert mál. Síðan fór ég daginn eftir í flug og var bara mættur,“ segir Magnús Óli en hann var ekki í upphaflega 35 manna hópnum sem til greina kom fyrir EM. Vegna faraldursins máttu landsliðsþjálfarar leita út fyrir þann hóp. „Ég var ekki í þessum 35 manna hópi og hugsaði með mér að það væri ekki séns að það yrði hringt í mig. Svo einhvern veginn er hringt í mig og ég var bara orðlaus. Labbaði bara fram og til baka og vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér,“ segir Magnús Óli sem átti stórgóða innkomu í íslenska liðið.
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira