Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 15:00 Ógreind sýni hrannast upp vegna mikils álags á veirufræðideild Landspítala. Mynd/Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56
Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17
Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14