Fengu Nýsköpunarverðlaun forseta fyrir gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 13:51 Margrét Vala Þórisdóttir, Signý Kristín Sigurjónsdóttig og Valgerður Jónsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta á Bessastöðum í dag. Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar. Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans og er nú þegar unnið að því að innleiða hana í tölvukerfi spítalans. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að leiðbeinendur hafi verið þeir Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson og Tómas Philip Rúnarsson, prófessorar við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Sex öndvegisverkedni unnin af ellefu háskólanemum voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár.Forseti Íslands/Arnar Valdimarsson Eftirfarandi sex öndvegisverkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna í ár og hlutu þau öll viðurkenningu. Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá. Verkefnið fólst í því að búa til gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Landspítalans. Gagnasjáin vinnur gögnin úr upplýsingakerfinu og birtir myndrænar og tölulegar upplýsingar úr gögnunum. Með gagnasjánni má fylgjast með framvindu og gangi fjölþættrar, flókinnar og kostnaðarsamrar gjörgæslumeðferðar á kerfisbundinn hátt, leita leiða til að bæta gæði hennar, hanna inngrip og innleiða breytingar á verklagi til að bæta meðferðina. Þá má nota gagnasjána til að spá fyrir um þyngd og umfang meðferða á gjörgæsludeild og auðvelda þannig skipulag og tryggja viðunandi mönnun á deildinni. Kennsluefni í kynja-og hinseginfræði. Verkefnið var unnið af Bjarklind Björk Gunnarsdóttur, nema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Leiðbeinendur voru Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í hinsegin málefnum og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Krakkakropp. Verkefnið var unnið af þeim Arnkeli Arasyni, Sigrún Önnu Magnúsdóttur og Vöku Mar Valsdóttur, nemum í matvælafræði við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Matjurtarækt utandyra fram á vetur. Verkefnið var unnið af Karen Rós Róbertsdóttir, nema á ylræktarbraut í garðyrkju við Landbúnaðarháskóla Íslands. Leiðbeinandi var hún Hjördís Sigurðardóttir, matvæla-og skipulagsfræðingur og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome og Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur með sérþekkingu í ávaxtarækt. Meðleiðbeinendur voru þeir Unnar Víðisson og Heimir Hjartarson verkfræðingar hjá EFLU verkfræðistofu. Stelpur diffra. Verkefnið var unnið af Nönnu Kristjánsdóttur, nema í stærðfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þær Anna Helga Jónsdóttir, dósent í stærðfræði og Bjarnheiður Kristinsdóttir, aðjúnkt í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands. Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar. Verkefnið var unnið af þeim Degi Óskarsyni og Kristján Orra Daðasyni, nemum í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Leiðbeinendur voru þeir Torfi Þórhallsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinendur voru starfsmenn Optitogs og Hafrannsóknastofnunar.
Forseti Íslands Nýsköpun Landspítalinn Heilbrigðismál Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira