Fannst líklegra að hann yrði lukkudýr á EM en leikmaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2022 09:02 Þráinn Orri Jónsson tekur utan um Nemanja Grbovic í leik Íslands og Svartfjallalands á EM í handbolta. getty/Sanjin Strukic Þráinn Orri Jónsson og Magnús Óli Magnússon mættu í Seinni bylgjuna og fóru yfir atburðarrásina þegar þeir voru kallaðir út á Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu í síðasta mánuði. Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þráinn og Magnús Óli leika báðir hér á landi, með Haukum og Val. Þeir voru kallaðir út til Búdapest eftir að það fór að kvarnast úr íslenska hópnum vegna kórónuveirusmita. Þeir lýstu upplifun sinni af Evrópumótinu og umgjörðinni í höllinni glæsilegu í Búdapest fyrir Stefáni Árna Pálssyni í Seinni bylgjunni. „Þetta var risastórt. Fyrsti leikurinn minn var gegn Frakklandi. Þá var allt troðfullt og við með alla stemmninguna með okkur. Höllin var geðveik og allt upp á tíu,“ sagði Magnús Óli sem gleymir Frakkaleiknum ekki í bráð enda unnu Íslendingar átta marka sigur, 21-29. Klippa: Seinni bylgjan - Magnús Óli og Þráinn um EM „Ég sat á bekknum og fyrstu sjö mínúturnar hugsaði ég að þeir ættu ekki möguleika. Maður beið alltaf eftir því að Frakkar kæmu til baka en það gerðist ekki. Það var svolítið gaman og ég hef ekki upplifað annað.“ Þráinn spilaði mikið í sigrinum örugglega á Svartfjallalandi, 34-24, og skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í honum. „Ég mætti, sá þessa risastóru höll, ógeðslega flott að utan og risadæmi. Ég sagði við Magga að það væri líklegra að ég væri lukkudýr en inni á vellinum,“ sagði Þráinn léttur. „Það sést þegar ég fékk boltann frá Elvari [Ásgeirssyni] að hann festist í bolnum mínum. Ég rétt náði að taka hann. Það hefði verið ógeðslega vandræðalegt ef ég hefði byrjað á að missa hann. Ég var búinn bíða svo lengi eftir þessu. Þetta var geðveikt og ég er búinn að horfa nokkrum sinnum á leikinn.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30 Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Gummi Gumm: Leikmenn á Íslandi þroskast hraðar sem handboltamenn Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir mikilvægi Olís-deildarinnar fyrir landsliðið þegar hann mætti í Seinni bylgjuna í gær. Seinni bylgjan gerði upp Evrópumótið í gær með aðstoð Guðmundar og Guðjóns Guðmundssonar. 10. febrúar 2022 11:30
Guðmundur hefur áhuga á að vera áfram með íslenska landsliðið Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur áhuga á því að vera með liðið áfram ef honum býðst samningur. 9. febrúar 2022 23:30